Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 6
úr þeim hinum mikla skaga sem við það er kenndur og á að heita Héraðsdómur Reykjaness á máli dómsmálayfirvalda. Hinn er kenndur við Reykjavík, þótt hann taki yfir þrjá kaupstaði og tvo hreppa, hvert byggðalagið öðru merkara. Hér leitast löggjafinn við að hafa óholl og órökvís áhrif á málið og er vonandi að aðrir mótendur þess bæti um betur. Umdæmi héraðsdómstólanna skiptast í þinghár. Rökrétt heiti umdæmanna væri þá þing. Mætti kenna hvert umdæmi við aðalþingstað eða aðra merkisstaði. Mætti þá nefna Borgarþing, ísafjarðar- þing, jafnvel Þorskafjarðarþing, Kjalarnesþing, Þverárþing, Vaðlaþing, Múla- þing o.s.frv. Þótt heitið þing festist við umdæmi dómstólanna mundi enginn nauður reka til að það orð kæmi fyrir sem liður í nöfnum þeirra. Reykjavík er þó ótækt nafn á réttnefndu Kjalarnesþingi, sem hinsvegar mætti kalla Innes til aðgreiningar frá Suðurnesjum með þingstað í Hafnarfirði. ísafjarðarþing mætti kalla Vestfirði í vissum samböndum og minnir það á að einkenni lifandi máls er tvíræði orða og margræði. Orð eins og á, loft, vín og list njóta þess að hafa ekki verið smíðuð í lagadeild Háskóla íslands. Þar var hinsvegar orðum eins og stjórnvald og stjórnvaldshafi skapað fátæklegt merkingarsvið með þeirri afleið- ingu að kandídatar rita heilar ritgerðir þar sem stjórnvöld eru hvergi nefnd en stjórnvaldshafar látnir taka yfir allt upphaflegt merkingarsvið orðsins. Orðið stjórnsýsluhafi sýnist ekki rétt myndað eftir rökvísum lögmálum íslenskrar tungu því að enginn hefur stjórnsýslu þótt hana megi hafa með höndum. Hér sýnist merkingarsviði orðanna stjórnvald og sýslunarmaður hafa verið raskað að óþörfu. Auk mælts máls verða lögfræðingar að hafa tök á löggjafar- máli, lögfræðimáli, dómstólamáli og stjórnsýslumáli. Þeir eru í aðstöðu til að hafa mikil áhrif á móðurmál sitt, heillavænleg eða óholl. Ekki verður ofbrýnt fyrir þeim, fremur en öðrum, að vanda mál sitt, auðga það og skýra með nákvæmri og rökvísri hugtakanotkun og orðkynngi. Ef orðið íslenska verður einn daginn nafn yfir fortíðarvanda, eins og sumt af þeim orðum sem valdsmenn hafa reynt að granda, munu lög, tilskipanir og dómar verða málsagnfræðingum drjúgt rannsóknarviðfang. 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.