Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 13
1.8 Ákvæði aðskilnaðarlaganna Samkvæmt þeirri skipan sem fyrir er mælt í lögum nr. 92 frá 1. júní 1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði urðu allir dómarar umboðsstarfa- lausir frá 1. júlí 1992 og nær nú vernd 2. ml. 61. gr. stjórnarskrár jafnt til allra skipaðra dómara.14 Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. aðskilnaðarlaga getur dómsmála- ráðherra vikið héraðsdómara úr embætti um stundarsakir ef hann telur hann hafa fyrirgert embætti sínu. 1.9 Niðurstaða? Samkvæmt þeim heimildum sem raktar hafa verið virðist niðurstaðan verða sú eftir 1. júlí 1992samkvæmt stjórnarskrá íslands að dómara verðiekki vikiðfrá embætti til fullnaðar nema með dómi, en að samkvæmt almennum lögum geti ráðherra vikið dómara um stundarsakir ef hann telur hann hafa fyrirgert embætti sínu - en er þessi niðurstaða óyggjandi? 2.0 GAGNSTÆÐ SJÓNARMIÐ Hér á eftir verða rakin sjónarmið sem gefa til kynna að dómara verði að öðru jöfnu hvorki vikið í bráð né lengd nema með dómi. 2.1 Fyrsta stjórnarskráin 1849 og Landsyfirdómurinn Stjórnarskráin frá 1849 gilti fyrir allt ríkið og þar með ísland.15 íslenskir fulltrúar sátu stjórnlagaþingið sem samdi stjórnarskrána - einn þeirra sat auk 14 Sbr. 26. gr. stjórnskipunarlaga 56 1991 um breyting á stjórnarskrá, sem hljóðar svo: Pó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hœstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum. Hið auðkennda orð kemur í stað „hann“, en ákvæðið er óbreytt að öðru leyti. Þessi breyting tekur af öll tvímæli um að önnur ákvæði stjórnarskrár um starfsöryggi dómara muni gilda um alla jafnt. 15 - dog med Forbehold af at Ordningen af alt, hvad der vedkommer Hertugdommet Slesvigs Stilling, beroer indtil Freden er afsluttet -. Aðfararorð stjskr. 1849. f stjórnlaganefndinni kom fram tillaga um að 1. gr. stjórnarskrárinnar yrði svohljóðandi: Det danske Rige bestaar af Kongeriget Danmark, Hertugddmmet Slesvig, Island, Færder- ne, hvilke Lande - under de med hensyn til Slesvig og Island tagne Forbehold - danne en, under nærværende Grundlov forenet, udelelig Stat ... Meiri hlutinn hafnaði þessari tillögu með þeirri röksemd að ákvæðið væri óþarft. Að lokum var tillagan tekin aftur. Beretning om Forhandlingerne paa Rigsdagen, sp. 1479 og 3402. Sbr. enn fremur kosningalögin 7. júlí og konungsbréf 23. september 1848. Hér eru hvorki tök á né efni til að rekja stjórnskipunarsögu og stjórnmálasögu þeirra þjóða og landa sem lutu Danakonungi frá 1849 til 1874. Um stöðu íslands í ríkinu var pólitískur ágreiningur og lögfræðileg og réttarsöguleg rök notuð á báða bóga. Frá lögfræðilegu sjónarmiði verður nú ekki allt sem þá var haldið fram tekið sem góð og gild vara, en löngu er tímabært að lögfræðingar og sagnfræðingar taki höndum saman um að endurskoða þessa sögu alla. 91

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.