Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 17
med Hensyn til andre Embedsmænd. Det forekommer mig derfor at man b0r sige „afskediges“ og ikke „afsættes".24 Ekki verður séð að þessi ábending hafi leitt til umræðna um lausn um stundarsakir og henni var ekki sinnt. í umræðunum virðast þingmenn hafa notað þessi hugtök til skiptis án þess að gera á þeim greinarmun.25 Svedstrup telur ekki aðeins að hverskonar stjórnsýslulausn móti vilja dómar- ans sé andstæð stjórnarskrárákvæðinu heldur At ogsaa midlertidig Forflyttelse er udelukket mod Dommerens 0nske.26 Knud Berlin lýsti skoðun sinni svo árið 1934: Angaaende Suspension .. . af Dommere udtaler Grl.s § 71 intet udtrykkeligt, men det maa klart fOlge af Grundlovens Bestemmelser, at det ikke herom maa gives Regler, der 24 Anders Sandoe 0rsted sat í þriggja manna nefnd sem samdi stjórnarskrárfrumvarpið. („Han arbejdede derpaa med Ulyst“, segir P.G. Bang, sem einnig var í nefndinni). Hann sat á ríkisþinginu 1848-1849 en var ekki í stjórnlaganefndinni. Hann var, eins og N.F.S. Grundtvig, hlynntur því að embættismenn nytu aukinnar verndar gegn lausn. Báðir létu til sín taka á þinginu en voru fjarverandi við lokaatkvæðagreiðslu (Beretning, Sp. 3647). 0rsted lýsti því yfir að hann gæti ekki greitt stjórnarskránni atkvæði (Ottosen, s. 363). Það er þannig a.m.k. villandi, sem segir í Salmonsens Leksikon og Politikkens Danmarkshistorie, að hann hafi greitt atkvæði gegn stjórnarskrárfrumvarp- inu. Hinsvegar greiddi hann atkvæði gegn ákvæðinu um að dómendur ættu að fara einungis eftir lögunum við atkvæðagreiðslu um einstök ákvæði, þar sem hann taldi það merkingarlaust. Formaður stjórnlaganefndarinnar gerði þá grein fyrir ákvæðinu að það þýddi að dómendur ættu að vera óháðir öllum fyrirmælum öðrum en þeim sem ættu stoð í viðurkenndum réttarheimildum. Grundtvig viðurkenndi að þörf væri á heimild til að víkja eiginlegum stjórnsýsluembættismönnum, en taldi að klerkar, dómarar og háskólakennarar ættu að vera óafsetjanlegir, eins og verið hefði. Hann lýsti sig þó mótfallinn því að dómarar væru einir teknir út úr. Hins vegar átti hann frumkvæðið að ákvæðunum um opinbera og munnlega málsmeðferð (§ 79). 0rsted taldi rétt að tryggja dómurum sterkari stöðu en öðrum embættismönnum. Hann var upphaflega frjálslyndur, en þegar hér var komið var hann kominn um sjötugt og tíminn runninn frá skoðunum hans. Tillögur hans fengu lítinn hljómgrunn á stjórnlagaþinginu. Grundtvig var einveldissinni, en brást við með jákvæðum hætti þegar ljóst var að stjórnarskrá yrði sett. Beretning 1849, Sp. 2479 og 3637; Rigsdagsblad II, Sp. 151-152,1322,1324-1325 og 2166-2168; Salmonsen X, s. 181, XXV, s. 857 og Politikkens Danmarkshistorie 10, s. 330. 25 T.d. Alfgreen Ussing (Rigsdagsblad II, Sp. 188-190) sem var prófessor við lagadeild Kaupmanna hafnarháskóla 1840-44, Kansellideputeret 1846 og Generalprokurör frá 1848-1872 (Juridisk Ord- bog). Ogenn nota fræðimenn þessi hugtöksemsamheiti. Pannigkemst Bent Christensensvo aðorði í Höjesteret 1661-1961, s. 347: Hovedreglen er, at en dommer kun kan afskediges ved dom ... í orðabókum eru orðin afsættelse og afskedigelse og samsvarandi orð af öðrum orðflokkum talin samheiti, sbr. Dansk Ordbog for Folket frá 1907 og Dansk-fransk Ordbog frá 1984: „afsætte 1. (afskedige)...; (for en tid) suspendre ... afsættelse ... midlertidig) suspension". f orðabók Konráðs Gíslasonar frá 1851 er „afsætte“ þýtt „víkja e-m úr embætti" eins og í stjórnarskránni frá 1874. 26 En midlertidig Forflyttelse vil efter Omstændighederne kunne være en större Byrde end en endelig Forflyttelse, og i alt Fald mangler der enhver Hjemmel til at undtage midlertidige Forflyttelser fra Forskriften i 2. Pkt. Den i Retsplejeloven § 44, Stk. 2, 2. Pkt. indeholdte Bestemmelse om at en Underretsdommer skal være pligtig til midlertidig at beklæde et andet Dommerembede, er grundlovstridigt. Svedstrup, s. 315. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.