Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 21
Mótmæli Fyrir gagnstæðri skoðun hafa verið færð fram svofelld rök: - að samanburðarskýring á 20. gr. og 61. gr. stjórnarskrár leiði til þeirrar ályktunar að dómara verði ekki vikið frá embætti um stundarsakir með yfirvaldsboði, en að hvorki ákvæði 3. mgr. 35. gr. EML né 7. gr. starfsmannalaga geti átt við umboðsstarfalausa dómara - að skoðanir fræðimanna sem fram höfðu komið áður en það mál kom upp, sem dæmt var endanlega með dómi Hæstaréttar 8. desember 1989, séu haldlitlar sökum skorts á röksemdafærslu - að ekki megi setja ákvæði um lausn um stundarsakir sem leiði til þess að hægt sé að sniðganga ákvæði stjórnarskrárinnar, sem sett eru til varnar sjálfstæði dómara - að það sé í anda stjórnarskrárinnar að frávikning um stundarsakir verði ekki ákveðin nema með dómi - að ákvæði dönsku réttarfarslaganna bendi til að skýra beri íslensku stjórnarskrána, jafnt sem þá dönsku, á þann veg að dómurum verði ekki vikið til bráðabirgða með yfirvaldsboði, enda mundi danski löggjafínn ekki hafa getað veitt dómstólum valdið ef það heyrði undir stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá - að sá mismunur sem er á ákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar og þeirrar dönsku geri þennan skilning enn nærlægari að íslenskum stjórnlögum - að efnisrök leiði til sömu niðurstöðu um lausn um stundarsakir og um fullnaðarlausn - að tilgangur ákvæðis 61. gr. stjórnarskrár sé einkum að girða fyrir að framkvæmda- valdið geti beitt dómendur þrýstingi með hótun um frávikningu og tekjumissi og komið þannig í veg fyrir að þeir vinni tiltekin dómaraverk eða greiði úr máli þannig að í bága fari við vilja stjórnvalda - að enginn nauður reki til að dómara verði vikið frá um stundarsakir með yfirvaldsboði þar sem hæglega megi setja reglur um slíka lausn með úrlausn dómstóls - að það geti ekki verið rök gegn dómstólameðferð í samræmi við stjórnarskrárfyrir- mæli, að Iöggjafanum hafi Iáðst að kveða á um meðferð slíkra mála fyrir dómi (hið sama gæti þá átt við um fullnaðarlausn sem sérfyrirmæli skortir einnig um). 3.0 MAT HÖFUNDAR Ekki verður fallist á að sérstakar líkur séu á að grundvallarreglur einveldisins eigi að haldast eftir að frjálsleg stjórnarskrá hefur tekið gildi þar sem lögtaka slíkrar stjórnarskrár í einvaldsríki felur jafnan í sér stjórnarbyltingu eða a. m. k. gagngera breytingu á gnmdva!iarr~glum stjórnskipunar. Ákvæði stjórnarskrár- innar frá 1849 um rétt ! Di.ungs til að víkja embættismönnum er ekki aðeins takmarkað af ákvæðinu um afsetningu dómara, heldur er auk þess kveðið svo á í 4. mgr. 22. gr., sbr. nú 5. mgr. 20. gr. stjskr. íslands, að „Undtagelser for visse Klasser af Embedsmænd, foruden den i § 78 fastsatte, bestemmes ved Lov“. í Kongeloven, IV. gr., var svofellt ákvæði: Skal, og Kongen eene have höjeste Magt og Myndighed at isette og afsette alle Betjente hdje og lave / være sig hvad Navn og Titel de have kunde / efter sin egen fri Villie og Tykke / saa at alle Embeder og Bestillinger / i hvad Myndighed de haver / skal af Kongens Enevolds Magt saasom af en Kilde have sin fprste Oprindelse. 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.