Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 25
61. gr. stjórnarskrárinnar felur í sér takmörkun á hinni almennu reglu 3. mgr. 20. gr. að þjóðhöfðinginn geti vikið þeim frá embætti sem hann hefur veitt það. Verði regla 61. gr. talin óheimila lausn dómara um stundarsakir gegn vilja hans geta ákvæði almennra laga enga þýðingu haft um úrlausn þess álitaefnis sem hér er til umfjöllunar. Hinsvegar kunna ákvæði 35. gr. EML og 7. gr. starfsmanna- laga, svo og önnur ákvæði í almennum lögum, að hafa þýðingu um úrlausn dómstóls í máli til frávikningar dómara um stundarsakir að öðru leyti. í því sem ritað hafði verið um efnið hér á landi áður en HRD 1989 1648 gekk, verður sú ein röksemd fundin að orðin „nema með dómi“ sýni að átt sé við afsetningu en ekki lausn um stundarsakir. Þessi ályktun virðist byggð á því sjónarmiði að lausn um stundarsakir verði ekki ákveðin með dómi. Þegar þetta var ritað þekktist hvergi í ríkinu lausn um stundarsakir veitt með dómi. Það var ekki fyrr en 1939 sem sú skipan var tekin upp í Danmörku, en það nýmæli sýnir hins vegar fánýti þessarar röksemdar og jafnframt þeirrar röksemdar að vandkvæði séu á að koma kröfu um frávikningu um stundarsakir fram eftir dómstólaleið. Hafi löggjafinn látið undir höfuð leggjast að setja ákvæði við hæfi til að stjórnarskrárákvæðið verði framkvæmt verður að fara eftir almennum reglum réttarfars, en með sérstöku tilliti til sérstöðu málsefnisins, m.a. um sakhraða. Merkilegt er að árið sem Ríkisþingið hóf stjórnlagagerðina var kveðið á um lausn um stundarsakir í frönsku stjórnarskránni á sama veg og í þeirri belgísku frá 1831. Þetta hefði a.m.k. átt að verða þingmönnum tilefni til umræðna um álitaefnið, en þess verður ekki vart í lögskýringargögnum að svo hafi verið. Af þeim er þó ljóst að tilgangur ákvæðisins er að tryggja sjálfstæði dómara og meginhugsunin að af skyldu dómarans til að beygja sig undir lögin leiði að hann sé óháður öllu öðru. Ef fallist verður á rök Berlins og Zielers blasir við að ákvæði RPL um frávikningu dómara um stundarsakir hafi farið í bága við stjórnarskrá þar til Kærurétturinn var stofnaður 1939 þar sem frávikning var ekki ákveðin með dómi heldur með „Afg0relse“ frá 1919 til 1939. Þessu hefur þó ekki verið haldið fram í Danmörku svo vitað sé, en ætla má að þessi ágalli hafi einmitt leitt til lagabreytingarinnar, þótt seint væri. Aðalatriðið er auðvitað, sbr. 2. gr. stjskr., að það séu handhafar dómsvaldsins sem ákvörðunina taka en form úrlausnar- innar verður þar aukaatriði. Eins og minnst er á hér að framan (2.3, neðanmálsgrein 25) verður ekki fullyrt að „afsætte“ geti ekki þýtt að víkja frá um stundarsakir. Eigi að síður kann enn að verða talið að ónákvæmni hafi gætt í þýðingu texta stjórnarskrárinnar frá 1874. Margt hefur verið ritað um huglægar og hlutlægar lögskýringar. Hér stendur svo sérstaklega á að konungur setti stjórnarskrá þessa einhliða þannig að skilyrði huglægrar skýringar eru hagstæðari en ella og vafalaust verður að 103

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.