Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Qupperneq 26
telj a að konungur og ráðgj afar hans38 hafi ætlast til að íslenska stj órnarskráin yrði að þessu leyti sama efnis og hin almenna stjórnarskrá ríkisins. Athyglisvert er að á sama tíma og ráðgjafar konungs unnu að sérstakri stjórnarskrá fyrir ísland undir forustu dómsmálaráðherrans Klein, sat hann í stóru réttarfarsnefndinni sem skilaði frumvarpi um skipan dómsvaldsins o.fl. í febrúar 1876 með ákvæðum um að Landsréttur og Hæstiréttur kvæðu á um lausn dómara um stundarsakir.39 Á þessum tíma var þó almennt litið svo á að heimilt væri að víkja dómurum um stundarsakir með yfirvaldsboði. Hlutlæg skýring mundi væntan- lega leiða til sömu niðurstöðu því að danski textinn yrði lagður til grundvallar í því tilviki. Eftir því sem næst verður komist hefur skoðun Kleins, aðalhöfundar íslensku stjórnarskrárinnar, verið sú að vald konungs til að víkja dómara frá embætti um stundarsakir væri ekki stjórnarskrárvarinn réttur, heldur væri það í bestu samræmi við vilja stjórnarskrárgjafans eða anda stjórnarskrárinnar og meginsjónarmið að þessu valdi væri fyrir komið hjá hinum reglulegu dómstólum. I Danmörku hefur ekki verið litið svo á að ákvæði stjórnarskrár um þrígreiningu ríkisvalds og frávikningu embættismanna stæðu því í vegi að dómstólum yrði falið að kveða á um lausn dómara um stundarsakir með ákvörðun eða dómi. Samsvarandi ákvæði stjórnarskrár íslands veita síst meiri ástæðu til gagnstæðrar ályktunar þar sem sá skilningur rúmast eðlilega innan fyrirmælis 61. gr. stjskr. um frávikningu dómara. Það verður einmitt talið að það fyrirkomulag að fela dómendum þetta hlutverk sé fremur í anda stjórnarskrár- innaren frávikningarheimild ráðherra, sbr. 2. gr., 59. gr. - 61. gr. og5. mgr. 20. gr. Einmitt vegna þeirrar nauðsynjar sem kann að verða á að víkja dómara sem bráðast frá störfum er mikilvægt að settar verði skýrar og virkar reglur um óbrotna meðferð, reglur sem ekki verður dregið í efa að séu í samræmi við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og alþjóðasamþykktir um grundvallarréttindi borg- aranna. Þótt því yrði játað að réttmætt sé að beita huglægri lögskýringaraðferð við 38 Það kom í hlut C.J. Klein (1824-1900) dómsmálaráðherra að „gennemfóre den islandske forfatningslov af 1874“. Holger Drachman lagði af því tilefni Klein í munn þessa vísu: Forfatningen er dobt „Hr. Klein", men der er ingenting i Vejen: i Vækst den end er liden, men vokser nok med Tiden! Jafnframt varð hann, með setu í þingnefnd um þrjú réttarfarsfrumvörp Hages 1861 og í stóru réttarfarsnefndinni 1868-1877 og sem formaður réttarfarsnefndar frá 1892, einn af aðalhöfundum RPL. Nefndin samdi frv., sem lagt var fram af hálfu ríkisstjórnarinnar á ríkisþinginu 1901-1902. í áliti nefndarinnar kemur, eins og áður segir, fram sú skoðun að ráðherra geti vikið dómara um stundarsakir. Frv. til RPL var síðan lagt fram á næsta þingi. (Henrik Tamm í Retsplejeloven 50 Sr, s. 44 og H. Drachmann: Ungdom, 1874. Tillæg A til Rigsdagstidende - Samling 1901-02. Kommis- sionens Bemærkning til Lov om Domsmagtens Ordning m.m., sp 2670). 39 Jórgensen: Retsreformen, s. 32-38. 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.