Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 30
lög í öðrum ríkjum kann jöfnum höndum að varpa Ijósi á lögskýringarvanda hér og orka á endurskoðun stjórnarskrár og almennra laga. Það virðist því ómaksins vert, áður en settar verða fram nánari hugleiðingar um réttarbætur, að gera grein fyrir því hvernig valdi til að leysa dómara frá starfskyldum sínum tímabundið er og hefur verið háttað í öðrum löndum eftir tiltækum heimildum. 4.2 Réttur annarra Meginlandið í stjórnarskrá Noregs frá 17. maí 1814 er svofellt ákvæði í 22. gr.: Andre Embedsmænd kunne ikkunj: suspenderes af Kongen og skulle da strax tiltales for Domstolene men de maa ei, uden efter Dom, afsættes, ei heller, mod deres Vilje, forflyttes.43 Þessi regla nær til embættisdómara og engin sérregla gildir um þá að þessu leyti. Það er því ljóst að valdið til að víkja dómara frá um stundarsakir er í höndum framkvæmdavaldsins í Noregi. 22. gr. norsku stjórnarskrárinnar var mjög höfð í huga við samningu stjórnarskrárfrumvarpsins sem lagt var fyrir danska ríkisþingið 1848. Um ástæður þeirrar reglu að dómurum verði ekki vikið til fullnaðar nema með dómi kemst Aschehoug svo að orði: Den Grundsætning, at en Dommer ikke maa afsættes uden if0lge Dom ... kræver egentlig ... at det saa iidet som muligt kommer til at bero paa den udovende Magts, eller engang paa nogen andens Forgodtbefindende, hvilken Dommer der skal paakjende en bestemt Sag.44 Á þessi ummæli má líta sem gagnrýni á norsku stjórnarskrána því að, eins og áður er minnst á, er einmitt hægt að hafa áhrif á hvaða dómari fer með mál og fjarlægja „óæskilegan“ dómara frá máli með því að víkja honum frá um stundarsakir. Fréde Castberg telur að stjórnarskrárákvæðið standi því ekki í vegi að störf sem falla undir tiltekin embætti verði tekin undan þeim við skipulagsbreytingar; ákvæðið tryggi embættismanninum þá aðeins embættið í formlegum skilningi; þau kjör sem fylgdu embættinu megi ekki skerða verulega. Orðrétt segir hann síðan: 42 =kun 43 Á Stórþinginu 1814 sátu 79 þingmenn, þar af 50 embættismenn. Reglan varð ein af meginstoðum þess embættismannaveldis í Noregi sem var við lýði til 1884, þegar vinstri menn náðu völdum og þingræði festist í sessi. Keilhau, s. 120 og Odd Didriksen: „1884“. Morgunblaðið 29. 12. 1984. 44 Norges nuværende Statsforfatning III, s. 386. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.