Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 34
Efnislega samhljóða ákvæði er í 2. mgr. 83. gr. sambandsstjórnarskrár Austurríkis og var í sænsku stjórnarskránni frá 1809 og hollensku stjórnar- skránni frá 1815. Þessum ákvæðum var stefnt gegn dómnefndum á sinni tíð,55 en vandséð er að þau fái samrýmst heimild stjórnvalda til að svipta dómara embætti um stundarsakir. Eitt elsta dæmi sem menn þekkja um dómnefndir eru hinir kunnu missi dominici Karls mikla, augu og eyru keisarans. Þeir fóru venjulega tveir saman, greifi og biskup, litu eftir embættisfærslu umboðsmanna keisarans og rannsök- uðu mál og dæmdu. Eftir daga Karlamagnúsar veiktist ríkið og sundraðist, m.a. vegna ófriðar af Víkingum. Dómsvald konungs var lénað út til aðalsmanna, í sumum tilvikum eitt sér. Lénsréttindi urðu óafturkallanleg og arfgeng með tímanum,56 en þegar konungsvald tók að styrkjast á ný í Frakklandi á 13. öld dró úr þessu sjálfstæði. Aðallinn hélt tekjum af lénum sínum en missti völdin í hendur konungs og dómstóla hans, einkum parlamentanna. Dómarar konungs styrktust smám saman í sessi. Um 1400 öðlaðist parlamentið í París rétt til að velja dómendur í laus sæti. Venja varð að velja þann sem fráfarandi dómari mælti með. Árið 1467 komst á sú regla að dómarar konungs yrðu ekki sviptir embættum sínum nema þeir fyrirgerðu þeim með broti í starfi. Árið 1604 urðu dómaraembættin arfgeng. Á16. öld fór að tíðkast að konungur seldi embættin og var þá farið að líta svo á að þau væru eign dómendanna, hluti af búi þeirra. Dómendur tóku að ráðstafa embættum sínum inter vivos og mortis causa. Konungur varð að vísu að staðfesta framsölin en það var að jafnaði gert. í þessari skipan, sem sótti fyrirmynd til aðalsveldisins, er að leita einnar af meginstoðum sjálfstæðis dómara. Svipting dómaraembættis jafngilti eignarnámi eða eignaupptöku og með þessu móti komst fyrst á sú regla að dómarar yrðu ekki sviptir störfum nema með dómi fyrir afbrot.57 Með Blois-tilskipuninni 1579 hét konungur því að skipa ekki dómnefndir. Þegar kom fram á 18. öld höfðu 55 Á miðöldum hófst sá háttur að skipa dómnefndir eða einn umboðsdómara, svo sem enn tíðkast hér á landi, til að rannsaka ogdæma tiltekin mál eða málaflokk. Þekktustu dæmin úr sögu fslandseru erindisbréf og dómar Árna Magnússonar og Páls Vídalín á 18. öld, sbr. Sigurður Líndal í T.L. 1963, s. 65 ff, sbr. nú 2. mgr. 30. gr. EML 1936 og 2. mgr. 7. gr. ASKL. f bænaskrá lávarða og þingmanna neðri deildar enska þingsins frá 1627 er kvartað yfir ólöglegum dómnefndum og þess beiðst að umboðsskrár þeirra verði afturkallaðar og ómerktar og að aðrar eins verði ekki nefndar framvegis. Skrá þessi, Petition of Right, er samþykkt og árituð með þessum orðum: Qua quidem Petitione lecta & plenius intellecta per dictum Dominicum Regem taliter est responsum in pleno Parliamento, viz., soit droit fait comme est desiré. Tocqueville telur dómara hvergi í Evrópu hafa verið sjálfstæðari en í Frakklandi fyrir stjórnarbylt- ingu en hins vegar hvergi verið meira um dómnefndir (tribunaux exceptionnels) (L’ancien régime L. II, Ch. IV). 56 Lepointe, s. 40. 57 Pessi skipan kann að virðast framandi og hneykslanleg nú á dögum, en er þó sambærileg við það sem enn tíðkast þegar lögmenn og erfingjar þeirra selja „praxisinn" en dómsmálaráðherra veitir kaupandanum lögmannsréttindi, uppfylli hann lögmælt skilyrði. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.