Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 35
parlamentin styrkst svo í sessi að þau gátu komið í veg fyrir að tilskipanir konungs tækju gildi með því að birta þær ekki og senda konungi bænaskrár sem hann neyddist til að fallast á. Með þessum hætti öðluðust parlamentin, sem áður voru aðeins dómþing þar sem fram fóru lögbirtingar, hlutdeild í pólitísku valdi hins einvalda konungs. Olli þetta mikilli spennu milli konungs og dómenda. Árið 1771 rauf Lúðvík 15. parlamentið í París og kom á nýju dómstólakerfi,58 en Lúðvík 16. endurreisti parlamentin þegar hann kom til valda. Árið 1776 skarst í odda á ný og þegar stjórnarbyltingin mikla braust út höfðu parlamentin látið af störfum. Það sem hér hefur verið rakið skýrir þá tortryggni sem lengi hefur gætt, og gætir enn, í garð dómstóla í Frakklandi. Einn þáttur stjórnarbyltingarinnar var róttæk dómstólabylting, en dómstólaskipunin var á hverfanda hveli þar til Napóleon I. kom á festu í þeim efnum sem öðrum. Samkvæmt stjórnarskránni frá 1791 skyldu dómendur kosnir til tiltekins tíma. Hvorki mátti afsetja þá né leysa frá störfum um stundarsakir, nema „pour une accusation admise“. Dómstólum var bannað að blanda sér í meðferð löggjafar- og framkvæmdavalds. Með lögum 10. mars 1793 var hinn frægi Byltingardóm- stóll settur á stofn til að dæma les „suspects" - andstæðinga byltingarinnar. Örlög dómendanna sem í þeim dómi sátu urðu hin sömu og sakborninganna sem fyrir þá voru leiddir. Þeir féllu fyrir fallöxinni, dæmdir fyrir stórbrot í opinberu starfi. Árið 1793 var dómsvaldið falið ólaunuðum gerðarmönnum og dómurum, kjörnum til eins árs í senn. Engin ákvæði voru í stjórnarskrá, sem þá var sett, um starfsöryggi dómenda. Árið 1795 eru fyrirmæli stjórnarskrárinnar frá 1791 endurnýjuð, þar á meðal ákvæðið um lausn um stundarsakir. Heilar 72 greinar eru nú helgaðar dómsvaldinu í stjórnarskránni frá 5. frúktídor árið III. Lagt er bann við dómnefndum og kveðið svo á að enginn verði sviptur þeim dómara sem lögin tilvísa honum. Ekki naut þessara ákvæða lengi við því að með stjórnar- skránni frá 22. frímer árið VIII (13. desember 1799) kom 9 greina kafli um dómstólana (Des tribunaux) í stað kaflans um dómsvaldið (Pouvoir judiciaire). Mælt er fyrir um að dómendur skuli halda embættium sínum til lífstíðar nema þeir verði dæmdir fyrir brot í starfi. Þann 20. apríl 1810 voru sett lög um skipan dómsmála og um dómsmálastjórn sem lögðu þann grundvöll að franskri dómstólaskipun er entist fram um miðja þessa öld þrátt fyrir allar umbreytingar í stjórnskipun.59 Lífstíðarskipun varð regla en horfið var að mestu frá kjöri dómara til tiltekins tíma. Árið 1830 kemst á þingbundin konungsstjórn. Grundvallarlög hennar nefnast „Charte constitutionnelle“. Konungurinn er æðsti dómari en dómendur eru óafsetjanlegir. Enginn verður sviptur sínum „náttúrulega“ dómara. Árið 1848 er sjálfstætt dómsvald endurreist í löngum 58 að ráði kanslara síns, Maupeou. Sjá nánar Lepointe, s. 111. 59 Enn er í gildi eitt fyrirmæli þessara laga, ákvæði 45. gr. um saksóknara (Nouveau Code de Procédure civile 1987, s. 992). 113

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.