Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 39
dómstólaskipun rekja rætur sínar til Englands. Á nýlendutímanum voru dóm- stólarnir nánast einu innlendu valdastofnanirnar í Bandaríkjunum. Aukin völd og áhrif dómstóla, ásamt réttaröryggi dómara, voru því sérstakt áhugamál sjálfstæðissinna þar. í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna segir svo m.a.: ... the present King of Great Britain ... has made Judges dependent on his Will alone, for the Tenure of their Offices, and the amount and payment of their salaries. Fyrir þessar sakir, og fleiri lýstu fulltrúar 13 ríkja þennan konung harðstjóra, óhæfan til að stjórna frjálsum lýð og lýstu hinar sameinuðu nýlendur sjálfstæð ríki. í stjórnarskrá Bandaríkjanna er svofellt ákvæði: The Judges, both of the supreme and inferior Courts, shall hold their Offices during good Behaviour.70 Alríkisdómurum verður ekki vikið frá störfum nema með ákvörðun öldunga- deildar Bandaríkjaþings, að kröfu fulltrúadeildarinnar, „impeachment“, fyrir „high crimes and misdemeanors". The House of Representatives ... shall have the sole Power of Impeachment. ... The Senate shall have the sole Power to try all Impeachments ... Judgment in Cases of Impeachment shall not extend further than to removal from Office.71 Alríkisdómstólarnir hafa eigin stjórnsýslu með höndum óháð dómsmálaráðu- neyti. í einstökum ríkjum Bandaríkjanna er fátítt að dómarar njóti ævilangrar skipunar. Almennt geta þeir þó sætt frávikningu af hendi ríkisþinganna en auk þess eru í öllum ríkjunum einhverskonar umsjónarnefndir með vald til að beita dómara agaviðurlögum eða víkja þeim frá um stundarsakir, t.d. Commission on Judicial Performance í Kaliforníu. Sumar þessara nefnda geta vikið dómara frá til fullnaðar, en algengara er að hæstiréttur ríkisins eða annar valdhafi fari með þetta vald og að frumkvæðið komi þá frá nefndinni.72 Skv. 78. gr. japönsku stjórnarskrárinnar getur þjóðþingið eitt vikið dómara úr starfi. Stjórnvöld geta ekki beitt dómara agaviðurlögum. Skv. 48. gr. dómstóla- laganna verður dómara ekki vikið frá um stundarsakir.73 70 Stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 7. september 1787. The Judicial Division, article III, section 1. 71 Article I, section 2, 5 og section 3, 6. Alls hefur 10 dómurum með vissu verið vikið með þessum hætti, þeim síðasta árið 1987. Árið 1989 voru tveir dómarar til viðbótar saksóttir, en gögn um málalok eru ekki tiltæk. The Courts and the Legal Profession in the United States, p. 17. 72 O.c., s. 18-19. 73 Attacks on Justice (1990-1991), s. 60. 117

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.