Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 44
Sá galli er á öllu stigveldi að það endar þar sem enginn er ofar utan Guð einn. Þegar ráðherra sleppir er enginn til að aga forseta Hæstaréttar. Þetta þarf að hafa í huga þegar lagt er á ráðin um hvernig á að útfæra nánar og þróa frekar reglur um agamál dómara og fyrirkomulag lausnar um stundarsakir hjá hand- höfum dómsvalds. Hæstarétti má e.t.v. fela agavald yfir forseta sínum, en annars virðist mér vænlegast að kveðið verði svo á að skipaður skuli dómur eða nefnd þriggja dómenda, t. d. skv. tillögum Hæstaréttar, Dómarafélags íslands eða Dómsmálaþings og Lögmannafélags íslands78 sem skjóta megi til ákvörðun- um dómstjóra í agabrotamálum. Annað verkefni dómnefndarinnar verði að ákveða, að kröfu ráðherra eða ríkissaksóknara, hvort víkja skuli dómara frá störfum um stundarsakir vegna refsiverðrar háttsemi, annarrar háttsemi, sem gerir hann óhæfan eða óverðugan til að gegna lengur dómarstörfum, eða vegna atvika sem gera hann ófæran um að vinna störf sín á viðunandi hátt. Mæla þarf fyrir um óbrotna og hraða málsmeðferð við úrlausn slíkrar kröfu. Loks leysi dómnefndin úr máli þar sem krafist er embættismissis, a.m.k. þegar sú krafa er ekki höfð uppi í refsimáli. Eðlilegast virðist að ráðherra höfði slíkt mál og að ríkislögmaður, en ekki saksóknari, flytji það. Úrlausnum nefndarinnar yrði skotið til Hæstaréttar til endurskoðunar, þar á meðal ágreiningi um réttmæti lausnar um stundarsakir í sambandi við aðalmálið. Ef þessi leið verður farin, að danskri fyrirmynd, er varlegast að kanna vel þær umræður sem urðu í Dan- mörku, utan þings og innan, þegar fjallað var um stofnun kæruréttarins79 því að hér verður vandrötuð leiðin milli skerja. Nýskipan með þessum hætti getur auðveldlega farið enn frekar gegn meginviðhorfum um sjálfstæði dómstóla en það skipulagsleysi sem fyrir er. Annað úrræði mætti nefna hér, síður róttækt en nokkuð varhugavert sam- kvæmt þeim skilningi sem helst hefur verið haldið fram hér að framan á 61. gr. stjórnarskrár. Ráðherra verði játað rétti til að víkja dómara frá þegar sú ráðstöfun þolir enga bið en jafnframt gert skylt að bera þá ráðstöfun undir almennan dómstól án undandráttar. Dómara bæri síðan að kveða upp úrskurð, t.d. innan 48 stunda, sem kæra mætti til Hæstaréttar með forgangshraði. Með þessu lagi ætti að vera tryggt að aðferðin yrði ekki notuð til að bola dómara frá máli þar sem svo stuttur tími liði frá sviptingu til dómsúrlausnar. Þegar slíkt mál kemur fyrir Hæstarétt er mikilvægt, eins og reynslan sýnir, að allir eða flestir hinna reglulegu hæstaréttardómra þurfi ekki að víkja sæti þannig að dómsmálaráðherra verði að velja þá dómendur sérstaklega sem eiga að dæma um kröfur hans sjálfs. Þótt vel hafi tekist til þegar á þetta reyndi er augljóst að 78 ásamt tvöfalt fleiri varamönnum til að hættan á að röðin tæmist vegna vanhæfis verði hverfandi. 79 Jörgensen í Retsplejeloven 50 ár, s. 195-197, Steincke dómsmálaráðherra og Rasting í Juristen 1938, s. 1-30, Rigsdagstidende 1938-39, tillæg A, sp. 2656-57, 2963-64, Jörgensen, Jarner og Andersen í UfR 1937, s. 361-364 og 1938, s. 17-23. 122

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.