Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 45
vegna réttaröryggis er það óhæft skipulag til frambúðar sem leiðir ráðherra í svo fáheyrða stöðu. E.t.v. mætti setja sérstök ákvæði um hæfi til meðferðar einstaks máls þar sem svo væri ákveðið að dómari teldist ekki vanhæfur fyrir það eitt að hann væri samstarfsmaður aðila eða hefði haft afskipti af máli á fyrra stigi og að honum bæri að sitja, hvern hug sem hann bæri til aðila, nema það væri bein óvild.80 Auk annars er hætt við að úrlausn æðsta dómstóls landsins yrði ekki virt sem vert væri þegar hann er skipaður utanréttarmönnum að mestu leyti í svo alvarlegu máli. E.t.v. mætti kveða á um skipun nokkurs fjölda varamanna í þessum tilteknu málum til að forða því að skipa þyrfti ad hoc. E.t.v. ætti að koma á skipun sem leysir ráðherra alfarið frá að hafa afskipti af vali varamanna í Hæstarétt. Það álitaefni er hinsvegar víðtækara en svo að efni séu til að gera því skil á þessum stað. 5,0 AÐ LYKTUM Lúðvík Ingvarsson kemst svo að orði í niðurlagi álitsgerðar sinnar um frávikningu dómara um stundarsakir: Ef íslendingum auðnast einhvern tíma í fjarlægri framtíð að setja sér nýja stjórnarskrá, liggur í augum uppi, að þeir verði að setja í hana óvtíræð ákvæði, sem vernda alla dómara fyrir gerræði framkvæmdavaldsins og öruggast verður að ganga þannig frá málum, að sérstakur dómstóll úrskurði svo fljótt sem verða má um kröfu dómsmálaráð- herra þess efnis, að dómara skuli vikið úr embætti um stundarsakir.81 Mun þetta vera sammæli allra þeirra sem lagt hafa orð í þennan belg, hver sem afstaða þeirra hefur verið í lögmálsþrætunni. Vera má að enn verði nokkur bið á að íslendingar setj i sér stj órnarskrá sj álfir í stað þeirrar sem þeim var gefin 1874 um sérmál sín og sem enn nýtur við í öllu verulegu. Meðan beðið er þeirra stórtíðinda má vinna að eflingu sjálfstæðis dómstóla með réttarbótum. Pá verður einna fyrst fyrir að taka af öll tvímæli um 80 Þegar mál það, sem um var dæmt í HRD 1989 1648, kom fyrir Hæstarétt viku allir dómendur réttarins sæti, nema einn, að því er virðist vegna fyrri afskipta af málinu. Vandséð er að réttmæt og nauðsynleg afskipti dómsins af málinu á frumstigi hafi getað leitt til vanhæfis dómendanna eftir þeim vanhæfisreglum sem fylgt hefur verið. Ástæður þess að dómari víkur sæti eru þó raunar stundum þess eðlis að öðrum en dómara sjálfum liggja þær ekki í augum uppi. Hér má og minna á túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á 6. gr. mannréttindasáttmálans, HRD 1990 2 og g lið 5. gr. EML 1991 þar sem segir að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða ástæður sem eru fallnar til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Áður en málshöfðun var ráðin mun Hæstiréttur hafa látið það til sín taka í samræmi við fyrri úrlausn þegar forseti dómsins varð að víkja úr forsæti og svo var til hagað að hann sæti ekki í neinu máli eftir það og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir skömmu síðar. Ráðherra mun hafa skipað í sæti þeirra sem viku að ráði Hæstaréttar skv. 4. gr. 1. 75 1973. Spyrja má um hæfi dómendanna til þeirrar ráðgjafar ef þeir voru óhæfir til að dæma málið. 81 Lúðvík Ingvarsson, s. 56. 123

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.