Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 56
Jón Steinar Gunnlaugsson: DÓMARAR OG OPINBER GAGNRÝNI í 1. hefti Tímarits lögfræðinga 1992 birtist stutt grein eftir Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómara undir heitinu Svör dómara við opinberri gagnrýni. Fram kemur að um sé að ræða erindi, sem höfundurinn flutti á morgunfundi í Lögfræðingafélagi íslands 21. mars 1992. Tilefni erindisins og greinarinnar segir höfundurinn vera ummæli um Flæstarétt og dóma hans, sem komið hafi opinberlega fram á síðustu misserum. Hafi hann þá aðallega í huga það sem ég segi í bók minni Deilt á dómarana og víðar og það sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi, eftir blaða- og útvarpsfréttum að dæma, sagt um endur- skoðun stjórnarskrárinnar og Hæstarétt, að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána, meðan Hæstiréttur fari ekki eftir henni. Mér finnst ástæða til að fara nokkrum orðum um erindi hæstaréttardómarans á þessum sama vettvangi, ekki síst vegna tilefnisins, sem hann greinir. Tek ég fram að ég mætti á morgunfundinn 21. mars og tók þar þátt í umræðum um erindið. Mér sýnist að erindi Þórs Vilhjálmssonar hafi inni að halda eftirfarandi meginefni (lesendum er bent á að lesa til öryggis erindið sjálft til að sannreyna að hér sé rétt með farið): 1. Það sem menn (lögmenn, ráðherrar og aðrir) segja opinberlega um dóma eða dómstóla er ekki hluti af opinberri umræðu ef þeim er ekki svarað. Ekki er alveg ljóst af erindinu hvaða þýðingu þessi staðhæfing hefur fyrir efnið, sem höfundur fjallar um. Helst dettur mér í hug, að hugmynd hans sé sú, að gagnrýni sé því aðeins heimil að vænta megi svara frá þeim sem fyrir henni verður. 2. Ekki sé meðmæla vert að dómarar blandi sér í opinberar umræður um dómsmál. í vissum skilningi hafi dómari með dómsathöfn sinni sagt það, sem 134

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.