Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 58
frá dómurunum sjálfum. Hæstaréttardómarinn telur þrátt fyrir þetta, að Iögmenn ættu ekki að taka þátt í opinberum umræðum um dómsmál sem þeir hafa sjálfir farið með. Telur hann þetta svo sem áður sagði aðallega stafa af því, að vegna hlutdrægra tengsla sinna við sakarefnið verði „takmörkuð not“ af framlagi lögmannanna til hinnar opinberu umræðu. Ekki er með nokkru móti unnt að fallast á þetta. Heimild til þátttöku í opinberum umræðum getur aldrei ráðist af skoðunum annarra á því, hvort fyrirfram sé líklegt að „not“ verði af því sem sagt er. Og þau rök, sem ég áður vék að, og við Þór Vilhjálmsson virðumst báðir telja að mæli gegn þátttöku dómara í umræðum um mál, sem hann hefur dæmt, eiga ekki við um lögmanninn. Þegar lögmaðurinn tjáir sig um dómsniðurstöðu í máli sem hann hefur flutt, er hann ekkert að dyljast. Þeir sem lesa vita að hann hefur flutt málið og eru því vísir til að lesa það sem hann segir með gagnrýnna hugarfari en ella. Þessi aðstaða gerir ekki annað en að auka kröfurnar til rökstuðnings fyrir þeirri gagnrýni, sem lögmaðurinn setur fram. Það eru að mínu áliti alveg fráleit sjónarmið að telja eitthvað athugavert við það í sjálfu sér, að lögmaður tjái sig um dómsniðurstöðu í máli sem hann hefur flutt og telur vera ranga. Slík sjónarmið finnst mér ættuð frá annarri öld en þeirri, sem við lifum. Þessi sjónarmið fela í sér kröfu um að þagga niður umræðurnar bara vegna þess að það er óþægilegt sem sagt er. Og þó að ekki væri vegna annars en þess að verið er að ræða þetta við Þór Vilhjálmsson dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, er ástæða til að nefna í þessu sambandi forsendur úr dómi þess dómstóls í máli Þorgeirs Þorgeirssonar nýverið, þar sem sagt er að tjáningarfrelsið felist ekki aðeins í því að setja fram upplýsingar og skoðanir, sem mönnum falli í geð, heldur verndi það líka rétt manna til tjáningar um það sem öðrum mislíkar („but also to those that offend, shock or disturb“). í ríki, sem viðhefur lýðræðislega stjórnarhætti getur svar við gagnrýni aldrei verið fólgið í því að þagga hana niður. Þetta er ekki flóknara en það. Krafan sem Þór Vilhjálmsson vill gera til „manna í stjórnsýslunni", sem víkja orðum að dómstólastarfsemi, er að þeir gæti hófs í orðum. Ekki andmæli ég þessu. Ég tel reyndar að þessa kröfu megi gera til allra þeirra sem þátt taka í umræðunum. Það er hins vegar athugavert við þessa niðurstöðu hæstaréttar- dómarans, að hann virðist gefa með henni í skyn, að ummæli forsætisráðherr- ans, sem hann segir vera meðal tilefna fyrir erindi sínu, hafi ekki uppfyllt þessa kröfu. Svo sem Þór Vilhjálmsson hefur þessi ummæli eftir fjölmiðlum, voru þau á þá leið, að ekki væri ástæða til að endurskoða stjórnarskrána, meðan Hæstiréttur væri ekki tekinn að fara eftir henni. Er dómarinn að halda því fram, að ráðherra, sem er á þeirri skoðun, að Hæstiréttur hafi ekki dæmt mönnum þann rétt sem þeim beri samkvæmt stjórnarskránni, megi ekki láta þá skoðun í ljós? Ég minni á, að í bók minni, sem einnig var sögð vera tilefni erindis 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.