Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 67

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 67
Á VÍÐ OG DREIF SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐALFUNDI 31. OKTÓBER 1991 í stjórn félagsins á því starfsári sem nú lýkur voru: Garðar Gíslason formaður, Skúli Guðmundssson varaformaður, Erla S. Árnadóttir framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Ingvar J. Rögnvaldsson ritari, Dögg Pálsdóttir gjaldkeri, Sigurður Helgi Guðjónsson og Valtýr Sigurðs- son meðstjórnendur. Starfsárið var frá 25. október 1990 til 31. október 1991. Starfsemin fór fram með hefðbundnum hætti og var í meginatriðum þessi: I. FRÆÐAFUNDIR 1. Aðalfundur var haldinn 25. október 1990. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. erindi er hann nefndi „Hugleiðingar um handhafa ríkisvaldsins“. Fundargestir voru 31. 2. Hinn 19. nóvember fluttu Halldór Þorbjörnsson frv. hæstarétttardómari, Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari og Ragnar Aðalsteinsson hrl. framsögu um efnið „Nýtt frumvarp til laga um meðferð opinberra mála“. Fundargestir voru 63. 3. Á aðventu, hinn 11. desember, flutti Arnljótur Björnsson prófessor framsögu um efnið „Sjúklingatryggingar“. Fundargestir voru 28. 4. Hinn 22. janúar flutti Jón Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráðherra framsögu um efnið „Frumvarp til stjórnsýslulaga“. Fundargestir voru 70. 5. Hinn 18. febrúar fluttu Ólafur G. Einarsson alþingismaður og Sigurður Líndal prófessor framsögu um efnið „Frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins íslands". Fundargestir voru 38. 145

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.