Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 36
Ef réttlætanlegar ástæður eru að öðru leyti fyrir samningsákvæði, sem tak- markar aðilaskipti, geta skuldheimtumenn orðið að sæta því. Þetta getur t.d. átt við, ef samningsákvæði má rekja til þess, að aðilaskipti hefðu í för með sér verulegt óhagræði fyrir skuldarann, t.d. þannig að skyldur hans breyttust verulega, ef nýr kröfuhafi kæmi til skjalanna.75 í þessu sambandi má og nefna ákvæði 49. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, en þar kemur fram, að fjámám verður ekki gert í persónubundnum réttindum, sem gerðarþola er óheimilt að framselja á eigið eindæmi, nema þau standi til tryggingar fyrir kröfu gerðarbeiðanda. Regla þessi á rætur að rekja til hags- muna þess, sem látið hefur gerðarþola viðkomandi réttindi í té. Henni er ætlað að taka til réttinda, sem gerðarþoli má ekki framselja án atbeina þess, sem þau hefur veitt. Réttindin þurfa að hafa verið veitt gerðarþola á þeirri forsendu, að hann njóti þeirra en ekki einhver annar. Hér undir falla einkum þau tilvik, þar sem gerðarþoli hefur fengið hlunnindi án endurgjalds eða gegn litlu endur- gjaldi vegna vinfengis eða ætternis eða af áþekkum ástæðum. Eins geta kornið hér til álita tilvik, þar sem áðumefnd tengsl eru ekki á milli gerðarþola og þess, sem veitt hefur honum réttindi, en hinn síðarnefnda skiptir þó meginmáli. að gerðarþoli sé viðsemjandi hans en ekki aðrir. Hefur ákvæði þetta því nokk- urn skyldleika við ákvæði 48. gr. aðfararlaga. Að frátöldum þeim tilvikum, sem hér hafa verið nefnd, þurfa skuldheimtu- menn kröfuhafa almennt ekki að hlíta samningsákvæðum, sem takmarka aðila- skipti, enda er það almenn regla, að menn geti ekki með ráðstöfunum sínum eða athöfnum dregið eigin fjárverðmæti undan fullnustuaðgerðum. Ef um viðskiptabréfakröfu er að ræða, þarf að geta framsalsbanns á við- skiptabréfinu. Ella getur grandlaus þriðji maður (framsalshafi) unnið rétt sam- kvæmt framsalinu. Um heimild arfleifanda til þess að mæla svo fyrir, að erfingi megi hvorki selja né veðsetja eignir, sem hann tekur í arf, sjá t.d. Hrd. 1968 422 (Vatns- endi) og Hrd. 1986 958 og 962 (Hverfisgata).76 í hinum tveimur síðamefndu dómum hagaði þannig til, að eignarhluti í fasteign var bundinn þeirri kvöð, í samræmi við ákvæði í erfðaskrá frá árinu 1964, að ekki mætti selja hann eða veðsetja fyrr en í fyrsta lagi árið 1998. Ákvæði þetta þótti gilt samkvæmt 52. gr. erfðalaga nr. 8/1962, og 29. gr. aðfararlaga nr. 19/1887, og varð að túlka það þannig, að skuldheimtumenn gætu ekki leitað fullnustu í hinum kvaðabundna arfi umfram það, er í 3. mgr. 51. gr. erfðalaga greindi. í þessu tilliti væru engin sérákvæði í lögum um persónubundnar skattakröfur, og yrði því að skipa slíkum kröfum á bekk með kröfum annarra skuldheimtumanna. Kröfur þær, sem lögtak hafði verið gert fyrir í málunum, voru allt persónulegir skattar, og var því felld úr gildi lögtaksgerð í untræddum fasteignum. 75 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 107. 76 Sjá einnig Ólafur Lárusson, Eignaréttur I, Reykjavík 1950, bls. 17. 102

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.