Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 36
Ef réttlætanlegar ástæður eru að öðru leyti fyrir samningsákvæði, sem tak- markar aðilaskipti, geta skuldheimtumenn orðið að sæta því. Þetta getur t.d. átt við, ef samningsákvæði má rekja til þess, að aðilaskipti hefðu í för með sér verulegt óhagræði fyrir skuldarann, t.d. þannig að skyldur hans breyttust verulega, ef nýr kröfuhafi kæmi til skjalanna.75 í þessu sambandi má og nefna ákvæði 49. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, en þar kemur fram, að fjámám verður ekki gert í persónubundnum réttindum, sem gerðarþola er óheimilt að framselja á eigið eindæmi, nema þau standi til tryggingar fyrir kröfu gerðarbeiðanda. Regla þessi á rætur að rekja til hags- muna þess, sem látið hefur gerðarþola viðkomandi réttindi í té. Henni er ætlað að taka til réttinda, sem gerðarþoli má ekki framselja án atbeina þess, sem þau hefur veitt. Réttindin þurfa að hafa verið veitt gerðarþola á þeirri forsendu, að hann njóti þeirra en ekki einhver annar. Hér undir falla einkum þau tilvik, þar sem gerðarþoli hefur fengið hlunnindi án endurgjalds eða gegn litlu endur- gjaldi vegna vinfengis eða ætternis eða af áþekkum ástæðum. Eins geta kornið hér til álita tilvik, þar sem áðumefnd tengsl eru ekki á milli gerðarþola og þess, sem veitt hefur honum réttindi, en hinn síðarnefnda skiptir þó meginmáli. að gerðarþoli sé viðsemjandi hans en ekki aðrir. Hefur ákvæði þetta því nokk- urn skyldleika við ákvæði 48. gr. aðfararlaga. Að frátöldum þeim tilvikum, sem hér hafa verið nefnd, þurfa skuldheimtu- menn kröfuhafa almennt ekki að hlíta samningsákvæðum, sem takmarka aðila- skipti, enda er það almenn regla, að menn geti ekki með ráðstöfunum sínum eða athöfnum dregið eigin fjárverðmæti undan fullnustuaðgerðum. Ef um viðskiptabréfakröfu er að ræða, þarf að geta framsalsbanns á við- skiptabréfinu. Ella getur grandlaus þriðji maður (framsalshafi) unnið rétt sam- kvæmt framsalinu. Um heimild arfleifanda til þess að mæla svo fyrir, að erfingi megi hvorki selja né veðsetja eignir, sem hann tekur í arf, sjá t.d. Hrd. 1968 422 (Vatns- endi) og Hrd. 1986 958 og 962 (Hverfisgata).76 í hinum tveimur síðamefndu dómum hagaði þannig til, að eignarhluti í fasteign var bundinn þeirri kvöð, í samræmi við ákvæði í erfðaskrá frá árinu 1964, að ekki mætti selja hann eða veðsetja fyrr en í fyrsta lagi árið 1998. Ákvæði þetta þótti gilt samkvæmt 52. gr. erfðalaga nr. 8/1962, og 29. gr. aðfararlaga nr. 19/1887, og varð að túlka það þannig, að skuldheimtumenn gætu ekki leitað fullnustu í hinum kvaðabundna arfi umfram það, er í 3. mgr. 51. gr. erfðalaga greindi. í þessu tilliti væru engin sérákvæði í lögum um persónubundnar skattakröfur, og yrði því að skipa slíkum kröfum á bekk með kröfum annarra skuldheimtumanna. Kröfur þær, sem lögtak hafði verið gert fyrir í málunum, voru allt persónulegir skattar, og var því felld úr gildi lögtaksgerð í untræddum fasteignum. 75 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 107. 76 Sjá einnig Ólafur Lárusson, Eignaréttur I, Reykjavík 1950, bls. 17. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.