Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 47
Ofangreind áskorun sýnir áhyggjur þeirra sem um þessi mál fjalla. Er þess vænst að takast megi í grein þessari að varpa nokkru ljósi á meðferð þessa málaflokks fyrir dómstólum og þau sönnunarvandkvæði sem við er að etja í mörgum tilvikum. Verður fyrst fjallað um lagaákvæði sem gilda og gilt hafa um kynferðisbrot, en stiklað verður á stóru og helst fjallað um þau ákvæði sem mest reynir á í dómsmálum. Síðan verður fjallað um þá meðferð sem mál þessi hljóta, einkum fyrir dómi. Þá verða reifaðir nokkrir dómar sem fallið hafa á þessu sviði en af mörgu er að taka. Að lokum verða helstu niðurstöður reifaðar. 2. LAGAÁKVÆÐI UM KYNFERÐISBROT Lagaákvæði um kynferðisbrot eru í XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 eins og þeim var breytt með lögum nr. 40 frá 1992. Brot þessi voru allt til 1992 kölluð skírlífisbrot, en í frumvarpi til síðastgreindra laga var lagt til að heitið kynferðisbrot yrði tekið upp í stað skírlífisbrots. Segir í athugasemdum við frumvarpið að eðlilegt þyki að miða fremur við einkenni háttseminnar en þau áhrif sem hún hefur á brotaþola eða öllu heldur á hið siðræna viðhorf almennings til brots og brotaþola. í XXII. kafla hegningarlaganna, 194.-210. gr., eru ákvæði sem miða að því að vemda kynfrelsi manna, vernda kynferðislíf barna og unglinga, vernda blygðunartilfinningu, stemma stigu við klámi og koma í veg fyrir að menn stundi vændi sér til framfærslu eða geri sér lauslæti annarra að tekjulind. I 207. gr. hegningarlaganna var ákvæði þess efnis að hver sem hefur kyn- ferðismök við annan mann, sama kyns, fyrir borgun, skuli sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum. Þessi lagagrein var felld brott með lagabreytingunni 1992 með þeim rökstuðningi að miðað við nútímaviðhorf gagnvart samkyn- hneigðum sé ákvæðið úrelt. Við sama tækifæri voru afnumin öll sérákvæði um kynferðisbrot samkynhneigðra. í 194. gr. hegningarlaganna er ákvæði um nauðgun og hljóðar greinin svo eftir að henni var breytt árið 1992: Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðisntaka skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Nauðgun hefur verið lýst refsiverð hér á landi allt frá þjóðveldisöld og voru ákvæði um nauðgun í Grágás, Jónsbók og dönsku lögum Kristjáns V. Sam- kvæmt Jónsbók var það óbótasök að taka konu nauðuga og vörðuðu óbótamál lífláti. Allt til ársins 1992 var nauðgunarákvæðið kynbundið, þ.e.a.s. einungis konur nutu refsiverndar samkvæmt lagagreininni. Nú njóta karlar hins vegar sömu refsivemdar og konur í þessu tilliti. Nauðgunarákvæði gömlu hegningarlaganna frá 1869 var í 169. gr. og var svohljóðandi: 113

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.