Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 47
Ofangreind áskorun sýnir áhyggjur þeirra sem um þessi mál fjalla. Er þess vænst að takast megi í grein þessari að varpa nokkru ljósi á meðferð þessa málaflokks fyrir dómstólum og þau sönnunarvandkvæði sem við er að etja í mörgum tilvikum. Verður fyrst fjallað um lagaákvæði sem gilda og gilt hafa um kynferðisbrot, en stiklað verður á stóru og helst fjallað um þau ákvæði sem mest reynir á í dómsmálum. Síðan verður fjallað um þá meðferð sem mál þessi hljóta, einkum fyrir dómi. Þá verða reifaðir nokkrir dómar sem fallið hafa á þessu sviði en af mörgu er að taka. Að lokum verða helstu niðurstöður reifaðar. 2. LAGAÁKVÆÐI UM KYNFERÐISBROT Lagaákvæði um kynferðisbrot eru í XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 eins og þeim var breytt með lögum nr. 40 frá 1992. Brot þessi voru allt til 1992 kölluð skírlífisbrot, en í frumvarpi til síðastgreindra laga var lagt til að heitið kynferðisbrot yrði tekið upp í stað skírlífisbrots. Segir í athugasemdum við frumvarpið að eðlilegt þyki að miða fremur við einkenni háttseminnar en þau áhrif sem hún hefur á brotaþola eða öllu heldur á hið siðræna viðhorf almennings til brots og brotaþola. í XXII. kafla hegningarlaganna, 194.-210. gr., eru ákvæði sem miða að því að vemda kynfrelsi manna, vernda kynferðislíf barna og unglinga, vernda blygðunartilfinningu, stemma stigu við klámi og koma í veg fyrir að menn stundi vændi sér til framfærslu eða geri sér lauslæti annarra að tekjulind. I 207. gr. hegningarlaganna var ákvæði þess efnis að hver sem hefur kyn- ferðismök við annan mann, sama kyns, fyrir borgun, skuli sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum. Þessi lagagrein var felld brott með lagabreytingunni 1992 með þeim rökstuðningi að miðað við nútímaviðhorf gagnvart samkyn- hneigðum sé ákvæðið úrelt. Við sama tækifæri voru afnumin öll sérákvæði um kynferðisbrot samkynhneigðra. í 194. gr. hegningarlaganna er ákvæði um nauðgun og hljóðar greinin svo eftir að henni var breytt árið 1992: Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðisntaka skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Nauðgun hefur verið lýst refsiverð hér á landi allt frá þjóðveldisöld og voru ákvæði um nauðgun í Grágás, Jónsbók og dönsku lögum Kristjáns V. Sam- kvæmt Jónsbók var það óbótasök að taka konu nauðuga og vörðuðu óbótamál lífláti. Allt til ársins 1992 var nauðgunarákvæðið kynbundið, þ.e.a.s. einungis konur nutu refsiverndar samkvæmt lagagreininni. Nú njóta karlar hins vegar sömu refsivemdar og konur í þessu tilliti. Nauðgunarákvæði gömlu hegningarlaganna frá 1869 var í 169. gr. og var svohljóðandi: 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.