Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 52
Það er meginregla í íslensku réttarfari og í samræmi við þá mannréttinda- sáttmála sem Islendingar hafa undirritað að ákæruvaldinu ber að sanna sekt sakbornings og þarf hann ekki að sanna sakleysi sitt. Allan skynsamlegan vafa ber að meta sakborningi í hag. Oft er erfitt að sanna kynferðisbrot enda sjaldan vitnum til að dreifa. Sakbomingar í nauðgunarmálum bera því oft við að samfarir hafi átt sér stað með samþykki konunnar og stendur því staðhæfing gegn staðhæfingu. Verður því að byggja á öðrum atriðum, svo sem líkamlegum áverkum eða öðrum ytri ummerkjum svo og því hvor aðilinn þyki trúverðugri í frásögn sinni. Þinghöld í málum sem varða kynferðisbrot eru alltaf háð fyrir luktum dyrum. Ber dómara að bóka ákvörðun um lokað þinghald í þingbók og vísa til viðeigandi lagaákvæðis, sbr. 8. gr. laga nr. 19/1991. Akærði á rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari getur þó ákveðið að sakborningi verði vikið úr þinghaldi meðan skýrsla vitnis er tekin, ef þess er krafist og dómari telur að nærvera sakbornings geti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar eða geti haft áhrif á framburð þess. Þessari heimild er oft beitt við meðferð kynferðisbrotamála. Brotaþoli á þess kost að koma að bótakröfu í opinberu máli og skal tilgreina hana ótvírætt í ákæru. Þá getur brotaþoli gert kröfu um bætur vegna kostnaðar sem hann hefur haft af því að halda fram kröfu sinni í málinu, svo sem vegna gagnaöflunar og lögmannsaðstoðar. Dómari getur gefið brotaþola eða umboðs- manni hans, t.d. lögmanni, kost á að tjá sig um kröfuna og skýra hana ef slíkt getur orðið án verulegra tafa eða óhagræðis í máli. Það er meginregla að refsiþáttur opinbers máls situr í fyrirrúmi og ekki er til þess ætlast að meðferð bótakröfu tefji málið úr hófi. Verði bótakröfu vísað frá dómi af þessum sökum á tjónþoli þess alltaf kost að sækja kröfu sína í einkamáli. Réttarstaða brotaþola í kynferðisbrotamálum er, að öðru leyti en greint hefur verið hér að framan, eins og réttarstaða annarra vitna í opinberu máli. Brota- þola er hér á landi ekki skipaður málsvari eins og heimilt er samkvæmt dönsku réttarfarslögunum, en þar eru sérákvæði um lögmannsaðstoð til brotaþola í kynferðisbrotamálum og nokkrum flokkum ofbeldisbrotamála, sbr. 741. gr. a- e lið dönsku réttarfarslaganna. Samkvæmt lögunum leiðbeinir lögreglan brota- þola um heimild hans til að krefjast skipunar lögmanns sér til aðstoðar og kemur kröfu hans til viðeigandi dómstóls. Málsvari brotaþola á rétt á að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir honum, bæði hjá lögreglu og í dómi og getur lagt spumingar fyrir hann. Málsvarinn á rétt á að kynna sér skýrslur brotaþola hjá lögreglu og eftir útgáfu ákæru getur málsvarinn kynnt sér önnur þau gögn sem lögreglan hefur lagt fram. Málsvarinn má ekki án samþykkis lögreglu afhenda eða kynna brotaþola eða öðrum þau gögn sem hann hefur undir hönd- um og varða málið. Eg leyfi mér að leggja til að hugað verði nú þegar að breytingum á réttar- stöðu brotaþola, a.m.k. í kynferðisbrotamálum, og verði ofangreind ákvæði dönsku réttarfarslaganna höfð til hliðsjónar. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.