Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 67
Á VÍÐ OG DREIF AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1993 Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn í stofu 102 í Lögbergi fimmtudaginn 28. október 1993 og hófst hann kl. 20.30. Á dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum lágu frammi: skýrsla stjómar, reikningar félagsins og reikningar Tímarits lögfræðinga. Fundarstjóri var kosinn Þórunn Guðmundsdóttir hrl. en fundarritari Ingvar J. Rögnvaldsson skrifstofustjóri. Formaður félagsins Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður flutti síðan skýrslu fráfarandi stjómar og vísast til efnis hennar á öðrum stað hér í tímaritinu. Rétt er þó að drepa á nokkur atriði í skýrslunni s.s. þá áherslubreytingu að leitað var í ríkara mæli til lögfræðinga utan hinna hefðbundnu lögfræðistarfa um framsögu á fundum félagsins. Málþingið sl. liaust var hið næst fjölmennasta í sögu félagsins. Fundarefni var hagnýtt og framsöguerindi góð og þátttakendur 196. Fundargestir á fund- um félagsins voru alls 629, sem verður að teljast allgott og sýnir að áhugi er sannarlega fyrir hendi. Útgáfa Tímarits lögfræðinga hefur verið með hefðbundnum hætti og þakkaði formaður ritstjórum þeim Friðgeiri Björnssyni dómstjóra og Steingrími Gauti Kristjánssyni héraðsdómara fyrir vel unnin störf. Formaður vék að útgáfu Lögfræðingatalsins og kvað það gleðiefni að þessu mikla átaki væri lokið, en hér hafi Grettistaki verið lyft. Færði hann ritstjóra Gunnlaugi Haraldssyni og ritnefndarmönnum þeim Garðari Gíslasyni hæsta- réttardómara, Dögg Pálsdóttur skrifstofustjóra og Skúla Guðmundssyni skrif- stofustjóra bestu þakkir. BHMR var getið og endaloka þeirra samtaka. Formaður kvað Lögfræðingafélagið hafa nú beint sjónum sínum í rrkara mæli að samstarfi við samtök lögfræðinga á hinum Norðurlöndunum. Árs- fundur samtakanna hafi t.a.m. verið haldinn hér á landi í sumar. Framkvæmda- stjóri félagsins hafi aðstoðað við undirbúning og setið fundinn ásamt tveimur stjórnarmönnum. 133

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.