Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 8
Hér verður rætt í stuttu máli um þessi þrjú atriði.1 Dómstólar meðal þjóða, sem okkur eru skyldastar að menningu, hafa ekki verið mjög strangir í garð lækna, þegar bóta er krafist vegna rangrar sjúkdóms- greiningar. Séu mistök við rannsókn eða sjúkdómsgreiningu sönnuð á lækni, verður hann þó bótaskyldur, t.d. ef hann skoðar sjúkling ekki nægilega vel eftir því sem sjúkdómseinkenni gefa tilefni til. í hæstaréttardómi frá 1983 (H 1983 44) þótti ekki sannað, að sjúklingur, sem leitaði til slysadeildar Borgarspítala, hefði haft greinileg einkenni, er bentu til blóðrásartruflunar, sem síðar kom í ljós, að hann þjáðist af. Var það því ekki talið vera mistök hjá lækni að með- höndla sjúklinginn eftir fyrstu skoðun eins og um ígerð væri að ræða, enda sinnti sjúklingurinn ekki fyrirmælum læknis um að koma til athugunar tveim dögum síðar. Sé læknir í vafa getur honum eftir atvikum verið skylt að hafa samráð við aðra lækna um sjúkdómsgreiningu eða senda sjúkling til athugunar annars staðar. Leggja verður áherslu á, að smávægilegar yfirsjónir við sjúk- dómsgreiningu leiða almennt ekki til bótaskyldu. Þá er komið að vali á lœknismeðferð. Við mat á gáleysi verður að líta til þess, hvemig aðstaða læknis er, þegar hann þarf að taka ákvörðun. Minni kröfur verða gerðar til læknis, þegar hann gerir aðgerð í bráðatilfelli en þegar hann hefur tóm til að velja meðferð að vandlega íhuguðu máli. Dómari getur þurft að líta mildari augum á hegðun læknis í strjálbýli en læknis í Reykjavík, sem á auðveldara með að leita aðstoðar starfsbræðra sinna og eftir atvikum sérlfæðinga í öðmm greinum læknisfræðinnar. Þegar tveggja eða fleiri leiða er völ um meðferð, er lækni að jafnaði skylt að gera sjúklingi fyrirfram grein fyrir þeim kostum, sem valið stend- ur um. Til meiri háttar aðgerða þarf yfirleitt samþykki sjúklings. Til gmndvallar sjúkdómsgreiningu og vali á læknismeðferð liggur mat, sem oft er vandasamt. Það eitt að mat læknis reynist rangt við eftirfarandi athugun leiðir ekki til bótaskyldu. Það, sem ræður úrslitum, er hvort gegn og skynsamur læknir hefði við sömu aðstæður átt að gera sér grein fyrir að sjúkdómsgreining eða val á meðferð var ekki rétt og gat þess vegna leitt til ónauðsynlegrar hættu á tjóni. Líklega varða flestar kröfur, sem gerðar era á hendur læknum um bætur fyrir heilsutjón, atvik, sem verða við lœknismeðferðina sjálfa. Hér verður eins og endranær að meta, hvort læknir hefur gætt þeirrar varkárni, sem honum var skylt að gæta við þær aðstæður, sem hann vann við. Við mat á því verður að miða við læknisfræðilega þekkingu á þeim tíma, sem meðferðin fór fram. Þetta kom skýrt fram í skaðabótamáli manns, sem fékk röntgenbrana á hægri hönd eftir geislameðferð vegna exems á þriðja og fjórða áratugnum. Þegar dæmt var í málinu mörgum áram síðar, lá fyrir, að geislun sú, sem notuð var við sjúkl- inginn, var of mikil í ljósi þekkingar, sem komin var til síðar. Dómarar sýknuðu með þeim rökum, að ekki væri fram komið, að geislameðferðin hafi ekki farið fram á réttan hátt miðað við þeirra tíma þekkingu (H 1971 1057). 1 Logi Guðbrandsson fjallar nánar um sakarmat í þessum málaflokki í erindi sínu. 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.