Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 9
Til læknismeðferðar í víðtækum skilningi þess orðs má einnig telja umönnun og gæslu sjúklings. Sá þáttur er að verulegu leyti í höndum annarra heil- brigðisstétta en lækna. Bótaskylda hinna síðamefndu fer einnig eftir sakarregl- unni. Til dæmis um það má nefna héraðsdóm frá 1957 (Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17/4 1957, sjá Tímarit lögfræðinga 1958, 102-8). Þar voru hjúkr- unarfræðingur og gangastúlka talin hafa sýnt gáleysi við umönnun sjúklings eftir skurðaðgerð. Læknir hafði mælt svo fyrir, að hitapokar skyldu látnir í rúm sjúklingsins. Var það gert, en ekki var gengið nægilega vel frá pokunum, þannig að sjúklingurinn skaðbrenndist af heitu vatni. Læknirinn var sýknaður af bóta- kröfu, þar sem talið var, að hann hafi mátt treysta því, að starfsmenn gerðu það óaðfinnanlega, sem fyrir þá var lagt. Hins vegar var sjúkrahúsið dæmt bótaskylt á grundvelli gáleysis fyrrgreindra starfsmanna. Hér á landi hafa fallið nokkrir dómar um bótaábyrgð vegna tjóns í kjölfar læknismeðferðar. Það hvemig gáleysi er metið verður best skýrt með dæmum, m.a. úr þeim dómum.2 3. VINNUVEITANDAÁBYRGÐ Sakarreglan er mikilvæg meginregla. Samkvæmt henni verður bótaábyrgð ekki lögð á mann, nema hann hafi valdið tjóni með saknæmum hætti. I nú- tímaþjóðfélagi þykir þó vera þörf fleiri bótareglna til þess að fjárhagslegar byrðar vegna tjónsatburða verði lagðar á þá, sem telja verður eðlilegt að beri þær. Hér á landi eru fáeinar bótareglur, sem em víðtækari en sakarreglan í þeim skilningi, að samkvæmt þeim er ekki skilyrði bótaábyrgðar, að hinn bótaskyldi eigi sjálfur sök á tjóni. Ein þeirra er reglan um vinnuveitandaábyrgð, sem styðst við dómvenju eins og sakarreglan. í vinnuveitandaábyrgð felst, að atvinnurekandi ber bótaábyrgð á tjóni, sem starfsmenn hans valda af gáleysi. Ábyrgð fellur á vinnuveitandann, þótt hann eigi sjálfur enga sök á tjóni. Ekki skiptir máli hvort vinnuveitandinn er einstaklingur eða ópersónulegur aðili. Sjúkrahús og aðrar sjúkrastofnanir bera þannig bótaábyrgð á tjóni, sem rakið verður til gáleysis lækna, hjúkrunar- fræðinga eða annarra starfsmanna þeirra. Um mat á sök starfsmanns fer eftir sömu sjónarmiðum og eiga við eftir sakarreglunni. Samkvæmt báðum reglunum er sök því ófrávíkjanlegt skilyrði bótaskyldu. Munurinn á þeim er einungis sá, að eftir reglunni um ábyrgð vinnuveitanda jafngildir skaðaverk starfsmanns því að vinnuveitandinn valdi sjálfur tjóni. 4. PERSÓNULEG ÁBYRGÐ STARFSMANNS Reglan um vinnuveitandaábyrgð hefur ekki bein áhrif á persónulega ábyrgð, sem starfsmaður ber eftir sakarreglunni. Lengst af gilti hér á landi sú regla, að 2 I erindi sínu reifar Logi Guðbrandsson nokkra dóma í skaðabótamálum sem tengjast þessu efni. 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.