Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 55
í mörgum löndum hafa verið stofnuð sérstök félög kvendómara, sem eru aðilar að alþjóðasamtökunum, en í öðrum löndum eru það einstakir dómarar, sem eru aðilar. Hér á landi, svo og einnig á hinum Norðurlöndunum, hefur ekki verið áhugi á að stofna sérstakt félag kvendómara, heldur hafa einstakir dómarar gerst aðilar að samtökunum, og eru nú 15 íslenskir dómarar innan þeirra. Arlegt gjald í samtökin fyrir einstakling hefur fram að þessu verið $15,00. Þrátt fyrir þröngan fjárhag I.A.W.J. hefur starfsemi samtakanna verið blóm- leg þau rúmu tvö ár, sem þau hafa starfað. Þau hafa staðið fyrir tveimur stórum alþjóðlegum ráðstefnum auk þess sem þau gefa út tvö fréttabréf á ári, „Counter Balance Intemational“. Aðalviðfangsefnið á ráðstefnunni í Róm í maí 1994 var um ofbeldi á heim- ilum: Domestic Violence: A hidden Problem Exposed. A ráðstefnunni voru flutt erindi frá mörgum löndum, sem búa við ólík réttarkerfi og venjur. Þar kom berlega í ljós, að þessi tegund ofbeldis er þekkt um allan heim, og reynt er að berjast gegn því á mismunandi hátt bæði af hálfu löggjafarvalds og fram- kvæmdarvalds. Erindi bandarískra dómara, sálfræðinga og prófessora vöktu sérstakan áhuga. Margar og merkilegar rannsóknir um þetta efni hafa verið gerðar í Bandaríkjunum, sem verið er að byggja framhaldsaðgerðir á. Það kom einnig skýrt fram, eins og vitað var fyrir, að ástandið í þessum málum er ákaf- lega slæmt í mörgum löndum Asíu, Áfríku og Suður- Ameríku, en fulltrúar frá þeim voru mjög fjölmennir á ráðstefnunni. Það er því ljóst, að þeir dómarar, sem koma frá ríkjum þar sem jafnrétti kynjanna er komið vel á leið, hafa hlut- verki að gegna í því að leiðbeina og ráðleggja þeim, sem við frumstæðari kjör búa. Ráðstefnunni í Róm lauk með tuttugu manna vinnuhópi (workshop) þar sem viðfangsefnið var réttindi kvenna sem mannréttindi. Þar var lögð sérstök áhersla á mikilvæga alþjóðlega sáttmála og þýðingu þeirra fyrir réttarfram- kvæmdina í hinum einstöku löndum. Á næstu ráðstefnu I.A.W.J., sem haldin verður í Manila í febrúar 1996, verður viðfangsefninu frá ráðstefnunni í Róm fylgt eftir. Norðurlönd hafa náð merkum áföngum í jafnréttisbaráttunni. Þótt þau hafí ekki leyst öll vandamál, þá hafa þau þó náð langt, ef borið er saman við umheiminn. Áhugi er meðal þeirra nor- rænu dómara, sem tekið hafa þátt í þessum ráðstefnum, að taka upp nánari sam- vinnu, og er mikilvægt að rödd þeirra heyrist á alþjóðlegum ráðstefnum, sem um þessi efni fjalla. Guðrún Erlendsdóttir 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.