Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 14
koma til greina utan sviðs skaðabótaréttar, eru almannatryggingar og lífeyris- sjóðir, svo og slysa- eða sjúkratryggingar, sem keyptar eru hjá vátryggingar- félögum. Abyrgðartrygging heilbrigðisstétta eða sjúkrastofnana er ekki sjálfstætt bóta- úrræði í þeim skilningi að hún veiti tjónþola annan eða meiri rétt en hann á eftir skaðabótareglum. Ábyrgðartryggingin kemur tjónþola ekki að neinu gagni, nema hann eigi bótakröfu eftir einhverri skaðabótareglu. Þótt í öðrum erindum, sem birt eru hér í tímaritinu, sé fjallað um nokkur bótaúrræði utan sviðs skaða- bótaréttar mun ég þó víkja nokkuð að svokölluðum sjúklingatryggingum, en fyrst verður sagt í örstuttu máli frá reglum skaðabótaréttar um ákvörðun bóta- fjárhæðar vegna heilsutjóns. 10. BÓTAFJÁRHÆÐ Sá, sem ber skaðabótaábyrgð á heilsutjóni annars manns, skal greiða bætur fyrir allt fjárhagslegt tjón, sem sannanlega hlýst af tjónsatburðinum. Hér kemur í fyrsta lagi til útlagður kostnaður, svo sem sjúkrahjálp og umönnun á heimili. Beinn kostnaður tjónþola af sjúkrahjálp er oft ekki mikill, vegna þess að veru- legur hluti hans er greiddur af hinu opinbera. Stærsti liður bótakröfu vegna líkamstjóns er venjulegast bætur fyrir atvinnutjón. Er þar greint á milli bóta fyrir missi tekna um stundarsakir og bóta fyrir missi tekna ævilangt. Bætur fyrir atvinnutjón eru oft mun hærri eftir reglum skaðabótaréttar en reglum um al- mannatryggingar. Auk bóta fyrir fjártjón á sá, sem verður fyrir líkamstjóni, í flestum tilvikum einnig rétt á bótum fyrir ófjárhagslegt tjón, þ.e. þjáningabótum og eftir atvikum bótum fyrir varanlegan miska. Hér verður ekki sagt frá hvemig bætur fyrir fjártjón eða miska eru ákveðnar, en þess ber vel að gæta, að í framkvæmd getur verið erfitt að sannreyna hvort eða að hve miklu leyti tjón sjúklings verður rakið til sjúkdómsins, sem upphaf- lega hrjáði hann, eða mistaka, sem læknar eða aðrir bera ábyrgð á. 11. SJÚKLINGATRYGGING Sjúklingur, sem verður fyrir heilsutjóni við læknismeðferð eða í tengslum við hana, á ekki rétt til skaðabóta, nema hann geti sannað sök eða önnur atvik, sem eru skilyrði bótaskyldu eftir skaðabótareglum. Sjúklingur getur beðið tjón af ýmiss konar skakkaföllum í tengslum við læknismeðferð, rannsókn eða þess háttar, án þess að eiga skaðabótarétt að lögum. Oft er sök augljóslega ekki orsök tjóns, en í öðrum tilvikum benda líkur til sakar þótt ekki takist að sanna að svo sé. Ymis dæmi eru um að varanleg örorka hljótist í kjölfar meðferðar sjúklinga, ekki síst á sjúkrahúsum. í sumum slíkum tilvikum hefur örorka afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjúkling. Eins og fyrr segir greiða ábyrgðartryggingar lækna eða sjúkrahúsa ekki bætur til sjúklinga eða annarra, sem verða fyrir tjóni, nema skaðabótaréttur hafi stofn- 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.