Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 48
ÚR SKÝRSLU STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS STARFSÁRIÐ 1993-1994 Skýrsla stjórnar Dómarafélags íslands er ekki birt í heild, þar sem hún hefur að geyma frásagnir af aðalfundi félagsins 1993 og dómsmálaþingi sama ár, en frásagnir afhvoru tveggja voru birtar í 4. hefti tímaritsins 1993. Þá eru einnig felldar úr skýrslunni umsagnir stjórnar um einstök lagafrumvörp. 1. Félagsmenn Dómarafélags íslands Félagsmenn voru á aðalfundi 1993 samtals 74. Á starfsárinu var Sigurður Hallur Stefánsson skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þá voru þeir Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og Markús Sigurbjörnsson prófessor skipaðir dómarar við Hæstarétt fslands. Gunnar M. Guðmundsson hæstarétt- ardómari lét af embætti. Tveir félagsmenn létust á starfsárinu þeir Jónas Gústavsson héraðsdómari og Pétur Þorsteinsson fyrrverandi sýslumaður. Þeirra var minnst. Félagsmenn eru nú 74. 2. Helstu störf stjórnar a. Almennir félagsfundir Þann 14. október 1993 flutti Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari há- degiserindi sem bar heitið: Héraðsdómari úti á landi. Fundarmenn voru 21. Þann 17. desember 1993 flutti Styrmir Gunnarsson ritstjóri hádegiserindi sem bar heitið: Réttarkerfið og tjölmiðlar. Fundur þessi var haldinn í samvinnu við Lögmannafélag íslands. Fundarmenn voru 55. Þann 17. mars sl. flutti Ragnar Aðalsteinsson hrl. hádegiserindi sem bar heitið: Staða dómarafulltrúa í dómskerfinu. Fundarmenn voru 31. Þann 19. maí 1994 flutti Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari hádegiserindi sem bar heitið: Um agamál dómara. Fundarmenn voru 28. Þann 27. maí hélt félagið málþing á Hótel Valhöll á Þingvöllum í samvinnu við Lögmannafélag íslands. Meginefni þingsins fyrri hluta fundardags var um stjómsýslulögin, þar sem Eiríkur Tómasson hrl., Páll Hreinsson og Þórhallur Vilhjálmsson aðstoðarmenn umboðsmanns Alþingis fluttu framsöguerindi. Eftir hádegi fluttu Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar og Magnús Thoroddsen hrl. erindi um breytingar á lögum um Hæstarétt Islands og þýðingu þeirra fyrir málsmeðferð fyrir réttinum. Námstefna þessi var vel sótt eins og fyrri nám- stefnur félaganna, en hana sóttu um 110 manns. 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.