Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Síða 48
ÚR SKÝRSLU STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS STARFSÁRIÐ 1993-1994 Skýrsla stjórnar Dómarafélags íslands er ekki birt í heild, þar sem hún hefur að geyma frásagnir af aðalfundi félagsins 1993 og dómsmálaþingi sama ár, en frásagnir afhvoru tveggja voru birtar í 4. hefti tímaritsins 1993. Þá eru einnig felldar úr skýrslunni umsagnir stjórnar um einstök lagafrumvörp. 1. Félagsmenn Dómarafélags íslands Félagsmenn voru á aðalfundi 1993 samtals 74. Á starfsárinu var Sigurður Hallur Stefánsson skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þá voru þeir Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og Markús Sigurbjörnsson prófessor skipaðir dómarar við Hæstarétt fslands. Gunnar M. Guðmundsson hæstarétt- ardómari lét af embætti. Tveir félagsmenn létust á starfsárinu þeir Jónas Gústavsson héraðsdómari og Pétur Þorsteinsson fyrrverandi sýslumaður. Þeirra var minnst. Félagsmenn eru nú 74. 2. Helstu störf stjórnar a. Almennir félagsfundir Þann 14. október 1993 flutti Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari há- degiserindi sem bar heitið: Héraðsdómari úti á landi. Fundarmenn voru 21. Þann 17. desember 1993 flutti Styrmir Gunnarsson ritstjóri hádegiserindi sem bar heitið: Réttarkerfið og tjölmiðlar. Fundur þessi var haldinn í samvinnu við Lögmannafélag íslands. Fundarmenn voru 55. Þann 17. mars sl. flutti Ragnar Aðalsteinsson hrl. hádegiserindi sem bar heitið: Staða dómarafulltrúa í dómskerfinu. Fundarmenn voru 31. Þann 19. maí 1994 flutti Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari hádegiserindi sem bar heitið: Um agamál dómara. Fundarmenn voru 28. Þann 27. maí hélt félagið málþing á Hótel Valhöll á Þingvöllum í samvinnu við Lögmannafélag íslands. Meginefni þingsins fyrri hluta fundardags var um stjómsýslulögin, þar sem Eiríkur Tómasson hrl., Páll Hreinsson og Þórhallur Vilhjálmsson aðstoðarmenn umboðsmanns Alþingis fluttu framsöguerindi. Eftir hádegi fluttu Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar og Magnús Thoroddsen hrl. erindi um breytingar á lögum um Hæstarétt Islands og þýðingu þeirra fyrir málsmeðferð fyrir réttinum. Námstefna þessi var vel sótt eins og fyrri nám- stefnur félaganna, en hana sóttu um 110 manns. 272

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.