Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 49
Stjómin hélt 16 bókaða fundi á starfsárinu. Þá hélt hún óformlega fundi eink- um varðandi umsagnir um lagafrumvörp og undirbúning fundarhalda. b. Umsagnir um lagafrumvörp o.íl. Stjóm félagsins fékk eftirtalin lagafrumvörp o. fl. til umsagnar: 1. Frumvarp til laga um Hæstarétt íslands 2. Frumvarp til laga um meðferð einkamála 3. Frumvarp til laga um meðferð opinberra mála 4. Fmmvarp til laga um Mannréttindasáttmála Evrópu 5. Frumvarp til laga um samningsveð 6. Frumvarp að áfengislögum 7. Frumvarp til laga um umboðsmann barna 8. Þingsályktunartillögu um flutning verkefna til sýslumannsembættanna 9. Umsögn að drögum um starfsreglur EFTA- dómstólsins 3. Fundur með blaðamönnum Þann 19. október 1993 var að beiðni stjórnar félagsins efnt til fundar í sam- vinnu við stjórn Blaðamannafélags íslands með þeim fulltrúum fjölmiðla sem annast fréttaflutning af gangi dómsmála. Tilgangur fundarins var samkvæmt bréfi stjórnarinnar að skiptast á skoðunum og athuga hvernig komið yrði til móts við þarfir fjölmiðla um upplýsingar af vettvangi dómsmála innan þeirra reglna sem um slíkan fréttaflutning gilda hjá dómstólunum lögum samkvæmt. Fundur þessi var vel sóttur og var hinn gagnlegasti. Helstu niðurstöður fund- arins voru sendar héraðsdómstólunum. Ekki var greint frá fundi þessum í síð- ustu ársskýrslu þar sem hann var haldinn skömmu fyrir aðalfund félagsins og er því greint frá honum nú. 4. Húsnæðismál Hæstaréttar Húsnæðismál Hæstaréttar hafa lengi verið til umfjöllunar á dómaraþingum og margar áskoranir verið samdar enda brýnt að úr verði bætt. Þann 23. nóvember sl. sendi stjóm félagsins eftirfarandi erindi til Alþingis: „Eins og kunnugt er hefur verið gert veralegt átak í húsnæðismálum héraðs- dómstóla landsins í kjölfar aðskilnaðar dómsvalds og framkvæmdavalds. Telst það ekki álitamál að sýnilegt sjálfstæði dómstólanna hefur aukist við þá breyt- ingu. Á hinn bóginn hafa húsnæðismál Hæstaréttar íslands, sem þó hafa um áratuga skeið verið með öllu óviðunandi og ósamboðin æðsta dómstóli lands- ins, setið á hakanum. Er nú svo að Hæstarétti þrengt í húsnæðismálum, að starf- semi réttarins rúmast þar ekki lengur og þrengslin hindra að nauðsynlegri verk- hagræðingu verði komið við. Það var því stjórn félagsins mikið fagnaðarefni þegar ákvörðun var tekin um byggingu dómhúss fyrir Hæstarétt. Það hefur verið talið raunhæft markmið að Hæstiréttur íslands yrði kominn í nýtt húsnæði á 75 ára afmæli réttarins, árið 1995. Stjórn Dómarafélags íslands væntir þess að Alþingi sjái til þess að af því megi verða“. 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.