Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 42
Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu tók næstur til máls og tjallaði um dómsmálaskýrslur og þörfina á að afla samræmdra lág- marksupplýsinga um afgreiðslu dómsmála frá aðskilnaði. Hann taldi þörf á að vinna úr tölfræðilegum upplýsingum í samráði og samstarfi við Hagstofu íslands en slík vinnsla væri tímafrek og kostnaðarsöm. Hann gerði grein fyrir helstu niðurstöðum um afgreiðslu héraðsdómstóla á árunum 1992 og 1993 og sýndi töflur og súlurit. Helstu niðurstöður voru þær að málatími í opinberum niálum hefði styst verulega á milli áranna 1992 og 1993 og málatími í einka- málum styst lítillega. Næstar á dagskránni voru umræður um stöðu dómstóla og dómara og stjóm- aði Valtýr Sigurðsson formaður félagsins þeim. Eftirfarandi viðfangsefni voru tekin til umfjöllunar: 1. Staða dómstóla og dómara í náinni framtíð 1.1 Tölur um verkefni héraðsdómstólanna Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri taldi málatíma í sakamálum í mjög góðu horfi en málatíma í munnlega fluttum einkamálum allt of langan. Kristján Torfason dómstjóri kvað það sitt mat að þar sem dómstólarnir hefðu tekið við miklum fjölda gamalla einkamála eftir aðskilnað hlyti málatími í einkamálum að styttast jafnt og þétt á næstu árum. Friðgeir Bjömsson dómstjóri kvað skýringuna á lengri málatíma í einkamál- um en sakamálum m.a. vera þá að dómarar hefðu minna með hraða einkamála að gera. Mörg mál tefðust af ástæðum sem dómarar gætu lítið ráðið við. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri benti á að tölur frá 1992 væru vart marktækar og líklegt væri að samanburður á milli áranna 1993 og 1994 kæmi til með að gefa réttari mynd. Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu tók til máls og benti á að erfitt væri að fá upplýsingar frá dómstólum. Þá taldi hann að tölur frá minni dómstólunum væru varla marktækar til samanburðar við stærri dóm- stólana, þar sem aðstæður væru ólíkar. Fram kom að skráning upplýsinga um gang dómsmála í samræmt málaskrán- ingarkerfi kæmi til með að gera alla vinnslu tölfræðilegra upplýsinga fljótlegri, markvissari og skilvirkari. Helgi I. Jónsson héraðsdómari taldi að kynna þyrfti fyrir almenningi hve málatími í sakamálum væri orðinn stuttur og nota tölfræðilegar upplýsingar til að reka af dómstólum slyðruorðið. 1.2 Stjórnsýsla dómstólanna. Kostir og gallar núverandi fyrirkomulags Valtýr Sigurðsson hóf umræðuna og varpaði fram þeirri spumingu hvort það væri stjómarskrárbundið að dómstólum skyldi stjórnað úr dómsmálaráðuneyti. Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður taldi að ef taka ætti róttækt skref í þá átt að gera dómstólana sjálfstæða að fullu þyrfti stjórnarskrárbreytingu. Hann 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.