Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 20
ekki fengið nóg súrefnisflæði til heilans með afleiðingum, sem oftar en ekki
hafa verið alvarlegar og stundum mjög alvarlegar. Ég veit ekki dæmi um kröf-
ur af þessu tagi frá fyrri tíma, þótt þær kunni að vera til. Fæðingarslys hafa í
einhverjum tilvikum leitt til líkamstjóns móður með tilheyrandi bótakröfum
hennar.
Nefna má dæmi um það, að sýkingar hafi orðið í skurðsárum, þar sem kröfu-
hafi hefur kennt um mistökum af einhverju tagi og talið sig hafa beðið tjón við
það.
Þá má enn nefna dæmi um ranga greiningu á sýni. Ég man eftir þremur
bótakröfum, þar sem sýni úr líkamsvef hefur verið greint sem eðlilegt eða góð-
kynja, en komið hefur í ljós við nánari skoðun á sýninu, einu til tveimur árum
síðar, að í því hafi leynst krabbameinsfrumur, sem ekki fundust við fyrri skoð-
un. Sjúkdómurinn hafi vegna þeirra mistaka náð að ganga lengra en þurft hefði
og án þess að gripið yrði inn í.
Enn eitt dæmi skal hér nefnt, en það eru kröfur, sem rísa vegna lýtaaðgerða.
Nokkrar kröfur hafa komið í tilefni af því, að fylgikvillar af einhverju tagi hafa
komið í kjölfar lýtaaðgerða, sem viðkomandi telur sig ekki þurfa að bera bóta-
laust.
Ég ætla ekki að hafa þessa upptalningu lengri sem ég árétta, að er einungis
gerð í dæmaskyni um það, sem upp hefur komið. Varðandi fjölda bótakrafna
væri ofsagt að halda því fram, að mikið sé um bótakröfur vegna ætlaðra mis-
taka starfsmanna ríkisins á þessu sviði. Hins vegar má orða það svo, að það hafi
verið hæg en ákveðin þróun í átt til fjölgunar slíkra mála síðustu árin. Því fer
fjarri, að hér sé eitthvert „amerískt ástand“ að skapast að þessu leyti, en það er
líka liðin tíð að mál af þessu tagi heyri til undantekninga, eins og tilfellið var
fyrir einungis 15-20 árum síðan. Frá þeim tíma minnist ég þess, að kröfur af
þessu tagi hafi komið upp endrum og sinnum, án þess þó að vera árviss við-
burður, en það gátu líka komið inn t.d. tvö tilvik sama árið. Til að gefa hugmynd
um stöðu þessara mála nú má nefna, að þegar ég lét af mínu fyrra starfi sem
ríkislögmaður 1. september sl., höfðu þegar borist 6 bótakröfur af þessu tagi á
árinu 1994 til embættis ríkislögmanns.
Þegar mál eru komin á það stig, að bótakrafa er höfð uppi gegn ríkinu er það
nánast undantekningalaust þannig, að tjónþolinn hefur falið lögmanni mál sitt.
I þeim örfáu tilvikum þar sem tjónþoli hefur komið fram sjálfur með kröfu sína,
hefur honum eindregið verið ráðlagt að fela lögmanni meðferð málsins. Að
þessu leyti gildir í raun hið sama í öllum tilvikum, hvort sem bótakrafa á rætur
að rekja til mistaka læknis eða einhvers annars ríkisstarfsmanns. í öllum tilvik-
um er reynt að koma því svo fyrir, að lögmaður gæti réttar tjónþolans gagnvart
stjórnvöldum að því marki sem það er á valdi stjórnvaldsins að sannfæra menn
um nauðsyn þeirrar ráðstöfunar eða skynsemina í henni.
III.
Ég vík þá að því, hverjir eru viðtakendur bótakröfu innan ríkiskerfisins.
244