Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 21
Stundum hafa menn þann hátt á að beina kröfum sínum að heilbrigðis- ráðuneytinu. I öðrum tilvikum senda menn skrifstofu ríkisspítalanna bótakröf- una og í enn öðrum er þeim beint að embætti ríkislögmanns. í öllum tilvikum má þó segja, að ríkislögmannsembættið sé sá aðili, sem meðhöndli málið. Hafi hinum tveimur aðilunum verið send bótakrafa er hún framsend til ríkislög- manns. Astæðan er að sjálfsögðu sú, að í lögum um ríkislögmann segir, að það falli undir hans verkahring að fjalla um skaðabótakröfur, sem beint er gegn rík- inu. Þetta á eins við, hvort sem bótaatvikið stafar af sýslu ríkisins á sviði heil- brigðisþjónustu, vegna löggæslu, á sviði skólamála eða einhverju öðru. Að fenginni slíkri bótakröfu er alla jafna óskað umsagnar um málsatvik að því marki, sem slíkt er nauðsynlegt. A því stigi hefur mjög misjafnlega mikil gagnaöflun átt sér stað af hálfu kröfuhafans eða öllu heldur hans lögmanns. Stundum hefur ítarleg og vönduð gagnaöflun átt sér stað, þannig að í raun er fátt eftir annað en að taka afstöðu til bótakröfu á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Þau tilvik eru þó mun fleiri, þar sem umsagna þarf að afla og annarra gagna. Umsögn er þá gjarnan fengin hjá þeirri sjúkrastofnun eða hjá þeim lækni eða læknum beint, sem í hlut eiga. Það hefur t.d. oft orðið hlutskipti Læknaráðs Landspítalans að veita umsagnir um bótamál að ósk embættis ríkislögmanns. Það getur hins vegar orðið býsna erfitt mat í einstökum tilvikum, hvar skuli afla gagna annars staðar en hjá viðkomandi sjúkrastofnunum á þessu stigi máls. Það kemur fyrir, að kröfuhafi hefur þegar á þessu stigi fengið mál sitt lagt fyrir Læknaráð, sem verður að telja óheppilegt, þótt strangt til tekið geti það verið heimilt. A því stigi eru mál oft studd gögnum einungis frá öðrum aðilanum þ.e. hinum ætlaða tjónþola. Með því að Læknaráð gefi umsögn sína og álit strax á þessu stigi getur það verið búið að dæma sig úr leik sem vanhæft þegar að því kemur, að dómstóll þurfi á umsögn þess að halda um þær spumingar, sem talið er að tilefni sé að hafa uppi, þegar mál era komin á það stig, að greinargerðir beggja aðila og öll gögn eru fram komin. Að lokinni gagnaöflun er komið að mótun afstöðu til bótaskyldu í viðkom- andi máli. Sú ákvörðun er í öllum þeim málum, þar sem ekki er um augljósa niðurstöðu að ræða, tekin í samvinnu embættis ríkislögmanns og heilbrigðis- ráðuneytis. I framkvæmd gerist það gjaman þannig, að ríkislögmaður leggur tillögu sína fyrir ráðuneytið, sem á síðasta orðið í þessum efnum. Vegna tilhög- unar á fjárveitingum fylgist ráðuneyti fjármála óhjákvæmilega grannt með ákvörðunum að þessu leyti, þ.e.a.s. þegar bótaskylda er viðurkennd, enda er það svo að fjárveitingum vegna bótakrafna á hendur ríkinu er safnað saman undir einn fjárlagalið hjá fjármálaráðuneytinu, óháð því hvort bótaskylda stofnast vegna tilverknaðar læknis, lögreglumanns, landlæknis, skólastjóra eða einhvers annars starfsmanns ríkisins. Við synjun á bótaskyldu er mál endanlega afgreitt. Það er þá kröfuhafans að gera upp við sig, hvort hann lætur þar með staðar numið eða ber málið undir úr- skurð dómstóla. Sé bótaskylda hins vegar viðurkennd er reynt að ná samkomulagi um bóta- 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.