Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 51
að hækka dagvinnulaun héraðsdómara eins og á stendur. Kjaradómi ber hins vegar að taka afstöðu til þess hvort vinnutími hæstaréttardómara og héraðs- dómara hafi breyst þannig að meta beri það sérstaklega. Kjaradómur telur skylt í ljósi þess sem rakið er hér að framan að meta og ákvarða greiðslur fyrir lengri vinnutíma en unnin var, þegar grundvöllur að heildarlaunum hæstaréttardómara og héraðsdómara var síðast lagður“. Kjaradómur ákvarðaði síðan hæstaréttardómurum yfirvinnu 37 stundir á mánuði og héraðsdómurum 32 stundir fyrir alla yfirvinnu og aukið álag. Forseta Hæstaréttar voru ákvarðaðar 42 stundir á mánuði og dómstjórum og héraðs- dómurum sem starfa einir 47 stundir á mánuði. Segja má að niðurstaða þessi hafi valdið dómurum vonbrigðum. í fyrsta lagi tekur Kjaradómur að mati stjómarinnar ekki á þeirri lagaskyldu sinni að gæta innbyrðis samræmis í starfskjöram þeim sem hann ákveður þannig að laun dómara séu í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Þá er í launaákvörðun Kjaradóms engan veginn tekið tillit til kröfu á fjárhagslegu sjálfstæði dómara og því hversu mjög möguleikar þeirra til aukastarfa eru skertir. Það er því enn langt í land með að laun dómara sé í samræmi við þá stöðu sem dómsvaldinu er ætlað að gegna sem einn handhafi ríkisvaldsins og mun það með tímanum leiða til veikara dóms- valds. Þá mun það fyrirkomulag að dómurum sé ákvörðuð yfirvinna ekki eiga sér hliðstæðu í Evrópu. 7. Staða dómarafulltrúa í dómskerfínu Þann 11. apríl sl. barst félaginu bréf frá dómarafulltrúum. Þar kom fram að dómarafulltrúar hefðu haldið fund vegna umræðu þeirrar sem orðið hefði um stöðu þeirra í dómskerfinu. Dómarafulltrúar voru sammála um að stefna bæri að því að einungis dómarar sinntu dómstörfum. Var sú tillaga samþykkt á fundi dómarafulltrúa að fjölgað skyldi dómarastöðum sem næmi fjölda fulltrúastaða við héraðsdómstóla. Þá skyldi styrkja stöðu þeirra dómarafulltrúa sem ekki fengju dómarastöðu. í framtíðinni skyldi síðan stefnt að því að ráða aðstoðar- menn dómara úr röðum nýútskrifaðra lögfræðinga. í bréfinu var óskað við- ræðna við stjóm Dómarafélags íslands um þessi mál. Eftir að mál þetta hafði verið rætt innan stjómar héldu fulltrúar stjómarinnar fund með nefnd dóm- arafulltrúa. Var einhugur um þá stefnu að einungis dómarar sinntu dómsstörf- um. Samþykkt var að stjóm félagsins sendi dómsmálaráðuneytinu og réttarfars- nefnd bréf þess efnis og árétta þar að ætíð skyldi nægilega mörgum dómuram vera til að dreifa í landinu til að þessu markmiði yrði náð. Þessu erindi hefur nú verið komið á framfæri. 8. Erlend samskipti Þing Alþjóðasambands dómara verður í ár haldið í Grikklandi, nánar tiltekið í Aþenu dagana 9. til 13. október. Dómarafélag Grikklands bauð til þingsins og 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.