Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 22
fjárhæðir með lögmanni kröfuhafa, sem undantekningarlítið hefst á endanum, þótt stundum sé róðurinn þungur. Við þá vinnu er aðeins eitt leiðarljós af hálfu stjómvalda, þ.e. að reyna að ná samkomulagi, sem fari sem næst því, er ætla má að dómstóll myndi dæma, væri bótaákvörðun á hans hendi. Tjónþolinn á hvorki að tapa á því né hagnast að semja við stjórnvaldið í staðinn fyrir það að láta dómstól ákveða um rétt sinn. Fulltrúi stjórnvaldsins hefur að sjálfsögðu hvorki heimild til þess að gera betur eða verr við tjónþolann í samningum heldur en ef dómstóll hefði útkljáð málið. I raun er ég hér kominn á enda með umfjöllun á meðferð bótamála innan stjómkerfisins. Það, sem hér hefur verið sagt, miðast allt við að mál sé meðhöndlað á grundvelli almennra bótareglna. I þessu samhengi er þó skylt að geta þess, að í þremur tilvikum svo ég þekki til hefur löggjafinn sjálfur tekið það í sínar hendur að ákveða mönnum bætur fyrir tjón vegna afleiðinga læknisaðgerða. I þessum tilvikum hefur bótaskylda ekki verið talin vera fyrir hendi, en löggjafinn hefur samt ákveðið að menn skuli fá bætur. Það hefur þá kallað á sérstaka lagaheimild með því að bótaskylda að lögum var ekki til staðar. Hið fyrsta þessara þriggja tilvika átti sér stað um 1980, hið næsta árin 1987-1988 og hið síðasta 1993. I tilvikum frá 1980 og 1993 var um að ræða mjög óvenjulega og sérstaka sjúkrasögu tveggja einstaklinga, en í þriðja tilvikinu var veitt heimild til greiðslu bóta handa ótilteknum fjölda tjónþola, sem höfðu smitast af alnæmisveim við blóðgjöf. A þeim tíma var ókleift að skima blóð, eins og síðar varð tæknilega unnt að gera og því ekki tal- inn vera grundvöllur til að komast að þeirri niðurstöðu, að bótaskylda væri fyrir hendi að lögum gagnvart þeim einstaklingum, sem þama áttu hlut að máli. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að þessi mál hafa verið svo sérstök að mati fjárveitingavaldsins, að þau hafa gefið tilefni til svo óvenjulegrar meðferðar. 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.