Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 33
gangsetning var ákveðin. Yfirlækni bar að gefa nákvæm fyrirmæli um hvemig staðið skyldi að fæðingunni, áður en hann yfirgaf spítalann, þar á meðal á hvaða stigi skyldi leita til hans eða annarra, sem hæfir voru til að grípa inn í fæðinguna. Slík fyrirmæli komu ekki fram“. I þeim dómum, sem gengið hafa nú á síðustu árum, hefur það komið æ skýrar í ljós, hversu miklu varðar að skrá vel allt sem gerist í meðferðinni. Oftast kem- ur þetta fram í mati á sönnun og sönnunarbyrði, en stöku sinnum er um að ræða sök í sjálfu sér, sem talin er leiða til tjóns. I dómi Hæstaréttar frá 24. febrúar 1994 segir: „Hann (þ.e. læknirinn) skráði ekki í sjúkradagbók hvernig skoðunin fór fram. Sú skráning hefði getað leitt til þess að tilefni hefði þótt til að kanna áverkann nánar, t.d. þegar stúlkan fór í saumatöku“. 5. SAMÞYKKI, UPPLÝSINGAR Eitt af því, sem er hvað sérkennilegast við skilyrði bótaábyrgðar sjúkrahúsa, er að þess er krafist, að sjúklingur sé ekki tekinn til meðferðar eða aðgerðar án samþykkis hans. Ef aðgerð er gerð án samþykkis sjúklingsins getur það leitt til bótaábyrgðar. Krafa hefur verið gerð um það um aldir, að sjúklingur samþykkti aðgerð, ef því verður við komið. Um það veit ég elstan dóm enskan, Slater vs. Baker and Stapleton frá 1767, en Baker, sem var skurðlæknir, og Stapleton, sem var lyf- sali, meðhöndluðu Slater við fótbroti. Þeir brutu fótinn upp aftur til þess að reyna nýtt áhald. Hann fékk bætur vegna þess að honum var ekki sagt, hvað til stæði og samþykki lá þar af leiðandi ekki fyrir, en meðferðin hafði í sjálfu sér engan lækningatilgang. En það er ekki nóg að fá samþykkið, það þarf einnig að liggja fyrir, að sjúk- lingur hafí fengið upplýsingar um það sem til stendur. í 10. gr. læknalaga nr. 53/1988 segir: „Lækni ber að jafnaði að upplýsa sjúkling um ástand, meðferð og horfur“. Þetta ákvæði er eftir því sem ég best veit nýtt. Ég tel þó, að þessi regla hafi verið talin í gildi hér sem venjuregla fengin erlendis frá. Nokkrum sinnum kemur fyrir í dómum tilvísun til reglunnar. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 1993, var fjallað um fegrunaraðgerð, sem kölluð var svuntuaðgerð. I dóminum segir m.a.: „Öðrum þræði byggir stefnandi bóta- kröfu sína á því, að læknirinn, sem aðgerðina framkvæmdi hafi ekki varað hana við þeirri áhættu sem aðgerðinni var samfara". Og síðar í dóminum segir: „Af gögnum málsins verður ekki ráðið hvort þær afleiðingar skurðaðgerðarinnar varðandi skerta athafna- og starfsgetu, sem lýst er í framangreindu örorkumati og sem örorka stefnanda virðist að verulegu leyti byggð á, hafi komið til tals eða verið fyrirsjáanlegar áður en umrædd aðgerð var framkvæmd. Af hálfu aðila var ekki talin þörf á því að leita sérstaklega álits Læknaráðs í þessu sambandi, þrátt fyrir ábendingu dómsins þar um. Þegar þetta er virt verður ekki heldur talið að stefnandi geti byggt bótakröfu á þeim grundvelli að læknirinn sem aðgerðina framkvæmdi hafi ekki varað hana við afleiðingunum". Dómi þessum mun hafa verið áfrýjað en er ólokið í Hæstarétti. 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.