Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 41
Á VÍÐ OG DREIF DÓMARAÞING 1994 Dómaraþing 1994 var haldið á Hótel Selfossi 4. og 5. nóvember. Þingið hófst með því að Valtýr Sigurðsson formaður Dómarafélags Islands bauð gesti vel- komna, lýsti ánægju sinni yfir því að þingið væri haldið í fyrsta skipti utan Reykjavíkur og kvaðst vonast til þess að framhald yrði þar á. Hann fól Asgeiri Pétri Asgeirssyni héraðsdómara fundarstjóm. Fundarstjóri fól Sigurði T. Magn- ússyni settum héraðsdómara fundarritun. Valtýr Sigurðsson tók til máls og rakti stuttlega aðdraganda að aðskilnaði dómsvalds og framkvæmdavalds og fjallaði um tilgang aðskilnaðarins með til- liti til mannréttinda. Formaðurinn ræddi um sjálfstæði dómara, stöðu dómara- fulltrúa í tengslum við alþjóðlega umræðu og samstarf. Hann vék sérstaklega að tilmælum ráðherrafundar Evrópuráðsins til aðildarrikja „um sjálfstæði, skil- virkni og hlutverk dómara“. Formaðurinn benti á þörfina fyrir, að dómsmála- ráðuneytið miðlaði upplýsingum til dómara um alþjóðlegt starf sem snerti dóm- ara. Taldi hann að dómarar ættu að leiða umræðu um skilvirkni dómstóla og tryggja að ekki verði slakað á kröfum um gæði dómsúrlausna. Því næst fjallaði hann um launamál dómara og taldi þörf á, að dómurum yrðu tryggð launakjör í samræmi við starfsábyrgð til þess að dómendur freistuðust ekki til þess að taka að sér aukastörf sem ekki samrýmdust störfum þeirra. Formaðurinn taldi, að embætti dómsmálaráðherra hefði verið afgangsstærð í skiptingu ráðuneyta hér á landi, en ef til vill væri breytinga von þar sem áhugi á störfum dómara hefði aukist og dómendum tekist að auka virðingu dómstóla með skilvirkum vinnu- brögðum. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra tók næstur til máls og kvað aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds hafa tekist vel og kostnað af honum ekki meiri en gert hefði verið ráð fyrir. Hann kvað dómurum, lögmönnum og öðrum þeim sem hlut áttu að máli hafa tekist að koma þessum umfangsmiklu breytingum í kring með farsælum hætti. Ráðherra taldi að húsnæðismál héraðsdómstóla væru nú í viðunandi horfi og fagnaði því að bygging húss Hæstaréttar væri hafin. Ráðherra taldi húsið listaverk og kvað vera stefnt að því að rétturinn gæti tekið til starfa í því um mitt ár 1996. Ráðherra fjallaði um biðtíma mála í Hæstarétti og þær ráðstafanir sem gripið var til með gildistöku laga nr. 38/1994 um breyt- ing á lögum um Hæstarétt. Þá fjallaði ráðherrann um tilmæli ráðherranefndar um sjálfstæði, skilvirkni og hlutverk dómara. Einnig fjallaði hann um mögu- leika á sjálfstæðari fjármálastjóm dómstólanna. Að lokum boðaði hann breyt- ingar á lögum um meðferð opinberra mála. 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.