Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 34
6. SÖNNUNARBYRÐI Sannanareglur eru réttarfarsreglur, eða í raun reglur um aðferðir við að komast að niðurstöðu, og eru því frábrugðnar þeim reglum, sem rætt hefur verið um fram að þessu. Almenna reglan um sönnun í skaðabótamálum er sú, að sá, sem gerir kröfu um skaðabætur á hendur öðrum, verður að sanna, að sá sé skaðabótaskyldur. Þetta er kallað, að hann beri sönnunarbyrðina, því að á hann fellur málið takist honum ekki sönnunin. Fyrir kemur að þessari sönnunarbyrði er snúið við og hún felld á þann sem krafinn er. Þá verður hann að sanna, að hann sé ekki bóta- skyldur. Nokkuð hefur borið á því í þeim mikla fjölda dóma á þessu sviði, sem gengið hafa á undanfömum árum, að sönnunarbyrði hefur verið snúið við. Hefur því jafnvel verið haldið fram að dómstólar hafi myndað nýja sannanareglu, sem almennt beri að beita í málum um bótaskyldu sjúkrahúsa. Þetta mun þó ekki vera rétt, heldur hefur verið beitt sannanareglum sem til eru fyrir. Um þetta er rétt að skoða H 1989 131. í þessu máli kom fram m.a., að mikilvægt skráningarsönnunargagn, strimil úr hjarta- sírita, vantaði og kom ekki fram þrátt fyrir að leitað væri. í dóminum segir: „Fallast ber á það sem fram kemur í héraðsdómi að skráningu í skýrslur deildarinnar hafi verið verulega ábótavant. Þá er fram komið að strimill úr sírita, sem tengdur var við móðurina og var mikilvægt gagn hefur farið forgörðum. Athuganir þær sem fram fóru á vegum spítalans hafa ekki skýrt frekar þau atriði sem á skorti. Bera áfrýjendur halla af skorti á sönnunum um atvik...“. Þessi niðurstaða er í samræmi við sannanareglur réttarfarslaga, en þar er gert ráð fyrir að dómari skeri úr því í dómi eða úrskurði, hvor aðila skuli bera halla af skorti á sönnun fyrir staðhæfingu um málsatvik. Þá er gert ráð fyrir að aðili sem skírskotar til skjals, sem er eða á að vera í vörslum hans sjálfs, leggi það fram og jafnframt, ef hann leggur skjalið ekki fram, geti dómari skýrt það svo að hann skuli bera hallann af sönnun um efni þess. Auk þess að skjal, sem viðurkennt var, að hefði verið til, fannst ekki, má segja, að það hafi verið á valdi spítalans eða starfsmanna hans að halda til haga sönnunum, en nánast ómögulegt fyrir sjúklinginn að gera neitt í málinu, enda ósjálfbjarga, jafnvel sofandi, og a.m.k önnum kafinn við annað. Ég tel ekki að sannanareglur hafi neitt breyst, eða þær séu með öðrum hætti í málum á hendur sjúkrahúsum. Hins vegar geta aðstæður verið þær, að eðlilegt sé og í samræmi við almennar aðferðir við sönnunarfærslu, að leggja sönn- unarbyrði um einstök atriði á sjúkrahúsið. Vissulega verður að fara með gát þegar ákvarðanir eru teknar um bótaábyrgð- ina. Hafa verður í huga, eins og ég nefndi í upphafi, að sjúklingur er ávallt með einhverjum hætti veikur, þegar hann kemur inn á sjúkrahús. Bætur fyrir það að vera veikur verða að ákveðast með öðrum hætti en þeim að leggja bótaábyrgð 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.