Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Blaðsíða 16
Var því ætlað að samræma íslenskar reglur í aðalatriðum öðrum norrænum regl- um um sjúklingatryggingu og auka þannig stórlega bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við læknismeðferð o.fl. Frumvarpið náði ekki fram að ganga, en fyrirsjáanlegt var að lögfesting þess myndi hafa mikinn kostnað í för með sér. Aður hefur komið fram, að skaðabótareglur veita ekki nærri alltaf bótarétt fyrir heilsutjón, sem hlýst af læknisaðgerð eða annarri meðferð sjúkiinga í heil- brigðiskerfmu. Fyrmefnd breyting, sem gerð var á lögum um almannatrygging- ar, bætir að nokkru rétt sjúklinga, en allmikið vantar á að sjúklingar hljóti bóta- rétt, sem nálgast það að vera eins mikill og réttur, sem tjónþolar geta átt eftir reglum skaðabótaréttar. Þegar fjallað er um bótaábyrgð heilbrigðisstétta og sjúkrastofnana er eðlilegt að spurt sé hvaða rök séufyrír því að sjúklingar njóti annarrar og betri réttar- stöðu en aðrir, sem verða fyrir tjóni. Helstu rökin eru þessi:7 1. Sönnunarvandkvæði í þessum málaflokki eru oft meiri en á öðrum sviðum, bæði vegna erfiðleika tengdum læknisfræðilegum álitamálum og vegna þess að oft eru ekki aðrir til frásagnar en þeir, sem eiga hendur sínar að verja, þegar tjónþoli heldur því fram að mistök hafi orðið. Kostnaður við rekstur skaðabóta- mála er einatt mikill, einkum þegar verulegur vafi leikur á um sönnun gáleysis eða orsakatengsla. 2. Æskilegt er að sem víðtækust vitneskja fáist um það er betur má fara í heil- brigðiskerfinu. Slrk vitneskja er nauðsynleg, ef gera á úrbætur. Skaðabótamál eru fallin til að skapa tortryggni og geta spillt eðlilegu og nauðsynlegu sam- bandi sjúklings og þess sem þjónustu veitir. Dómsmál eru því ekki til þess fallin að auðvelda öflun almennra upplýsinga um það, sem miður fer. Bótaréttur úr sjúklingatryggingu er hins vegar ekki háður því, að unnt sé að sýna fram á per- sónulega ábyrgð læknis eða annars starfsmanns. Er líklegt, að starfsmenn muni þess vegna vera fúsari til samvinnu um að afla upplýsinga. 3. Bótakröfum vegna ætlaðra mistaka lækna eða starfsmanna sjúkrastofnana fer fjölgandi og virðist það auka þörf á virkari bótaúrræðum en þeim sem nú eru fyrir hendi. 4. Hjá læknum og ýmsum öðrum hefur borið á óánægju með gildandi reglur um bótarétt sjúklinga á þessu sviði. Bent hefur verið á, að í mörgum tilvikum megi telja ósanngjamt, að sjúklingur fái ekki bætur fyrir meiri háttar heilsutjón, t.d. þegar orsök þess er mjög sjaldgæfur, en óhjákvæmilegur fylgikvilli. 5. Afdrifaríkir fylgikvillar eða óvenjuleg eftirköst læknismeðferðar valda sjúklingum einatt vonbrigðum og jafnvel geðrænum veikindum. Víðtækur rétt- ur til fébóta getur dregið úr neikvæðum afleiðingum af þessu tagi. Um þessi rök má að sjálfsögðu deila. Sum þeirra geta einnig átt að meira eða 7 Það sem hér fer á eftir er tekið úr frumvarpi til laga um sjúklingatryggingu, sjá Alþt. 1990- 91 A, bls. 4098-4099. 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.