Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 9
víðlendu hafsvæðum. Og í öðru lagi hvaða rétt íslendingar hafa til þess að veiða í Barentshafi. I því efni verður að kanna þær réttarheimildir sem um er að ræða. Þar er fyrst og fremst átt við þær reglur hins alþjóðlega hafréttar sem hér kunna að gilda. Og í öðru lagi ákvæði landsréttar sem takmarka kunna að einhverju leyti þær þjóðréttarlegu heimildir sem hér eru fyrir hendi. Áður en lengra er haldið er rétt að víkja að því að þegar rætt er um Barents- hafið þá er í raun ekki um að ræða eitt, heldur mörg hafsvæði. Réttarstaða þeirra er mismunandi og því er rétt að víkja að hverju þeirra fyrir sig með fáeinum orðum. I fyrsta lagi er hér um að ræða samningssvæði Svalbarðasamningsins frá 1920. Það svæði er markað á korti miðað við 4 sjómflna landhelgi en það var hin gildandi regla Norðurlanda á þeim tíma sem samningurinn var gerður. I öðru lagi er um að ræða hið svonefnda fiskverndarsvæði Norðmanna sem þeir lýstu yfir með konunglegri tilskipun 3. júní 1977. Með þeirri tilskipun tóku Norðmenn sér einhliða fiskveiðilögsögu 200 sjómflur umhverfis Svalbarða og er það svæði alls 830 þúsund ferkflómetrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að 200 sjómílna efnahagslögsaga íslendinga er 758 þúsund ferkflómetrar. Þá er að geta um Jan Mayensvæðið þar sem Noregur fer með efnahagslög- sögu. Er stærð þess svæðis alls 350 þúsund ferkflómetrar. Enn er að nefna hina eiginlegu efnahagslögsögu út frá Noregsströndum en um hana voru sett lög nr. 91 17. desember 1976. Er sú efnahagslögsaga 875 þúsund ferkflómetrar að stærð. Samtals er því það svæði í Barentshafi sem Norðmenn gera tilkall til lögsögu yfir rúmlega 2 milljónir ferkflómetra. Eins og kort af Barentshafinu sýnir er því ekki nema sáralítill hluti þess utan lögsögu ríkja, þ.e. svæði sem nýtur réttarstöðu úthafsins og hlotið hefur hið góðkunna nafn Smugan. Það hafsvæði er um 63.000 ferkflómetrar að stærð. Hver er þá réttarstaðan á þessum ýmsu hafsvæðum Barentshafs? Efnahags- lögsögusvæði Norðmanna og Rússa eru ekki umdeild að alþjóðalögum. Þar eru þessum ríkjum heimil yfirráð samkvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmála S.Þ., m.a. 56. og 57. gr., sem gildi tekur 16. nóvember n.k., þótt hvorugt rfldð hafi raunar fullgilt þann sáttmála. Um tvö hafsvæðanna hafa hinsvegar staðið deilur. í fyrsta lagi um úthafssvæðið Smuguna og í öðm lagi um fiskvemdarsvæði Norðmanna við Svalbarða. 2. RÉTTURINN f SMUGUNNI ÓTVÍRÆÐUR Þegar íslensk skip héldu til veiða í Smugunni í júlímánuði 1993 sætti það harðorðum mótmælum Norðmanna sem héldu því fram að slíkar veiðar væru útlendingum óheimilar þar sem þar væru veiddir fiskistofnar sem gengju út úr lögsögu Noregs og Rússlands, væri stjómað af þeim í sameiningu, að fullu kvótasettir og því í raun undir yfirráðum þessara ríkja en þó fyrst og fremst Noregs. Mátti skilja ummæli norskra ráðamanna þá á þann hátt að hér væri í raun um atferli að ræða sem líkja mætti við veiðiþjófnað. 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.