Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 12
áður notið meðan þær voru einskis manns land.1 Þessu var fram komið með því
að tryggja í 2. og 3. gr. samningsins að öll ríki skyldu hafa jafnan rétt til auð-
lindanýtingar og með því skilyrði í 8. gr. að allir skattar innheimtir á eyjunum
skyldu nýttir þar. Þriðja markmiðið var að tryggja friðsamlega þróun og nýtingu
eyjanna í framtíðinni en að því er vikið í formála samningsins.
Verður þá næst fyrir að víkja að réttarstöðu Svalbarða og hafsins umhverfis
eyjarnar. I meir en hálfa öld hélst hún óbreytt. Landhelgin var fjórar sjómílur og
úthafið þar utar.
Það er síðan 1977 sem þau þáttaskil verða sem dilk hafa dregið á eftir sér en
það ár taka Norðmenn sér einhliða 200 sjómílna fiskvemdarlögsögu umhverfis
eyjamar. Atta hundruð og þrjátíu þúsund ferkílómetra hafssvæði og einna gjöf-
ulustu fiskimiðin í Barentshafi gjörvöllu em allt í einu komin í forsjá norska
konungsins. Þessi skyndilegi land- eða öllu heldur hafvinningur Norðmanna
hefði raunar ekki átt að koma mönnum í opna skjöldu. Hann var aðeins hluti af
útþenslustefnu Noregs síðustu áratugina. Nægir í því efni að minna á er þeir
lögðu undir sig Jan Mayen um 1930 og gerðu tilkall um sama leyti til ríkisyfir-
ráða á gjörvöllu Austur-Grænlandi. Því tilkalli slepptu þeir ekki fyrr en þeim
var svo skipað af Alþjóðadómstólnum í Haag 1933. Og enn má minna á landa-
kröfur þeirra á Suðurskautslandinu sem enn standa. Allt var þetta á sömu bók-
ina lært þegar nánar er að gáð.
5. FISKVERNDARSVÆÐI NORÐMANNA
Ég mun þessu næst víkja að réttarstöðu hins tiltölulega nýlega fiskvemd-
arsvæðis við Svalbarða og þeim rökum sem Norðmenn hafa fært ffarn fyrir
þeirri einhliða réttargjörð. Þar liggur beinast við að orða efnið í tveimur spum-
ingum:
I fyrsta lagi: Höfðu Norðmenn heimild til þess að alþjóðalögum að taka sér
slik yfirráð og ef svo er á grundvelli hvaða réttarheimilda?
I öðm lagi: Geta Norðmenn farið einir með lögsögu á fiskverndarsvæðinu við
Svalbarða og mismunað þar ríkjum að eigin geðþótta, þrátt fyrir ákvæði Sval-
barðasamningsins?
Þetta er í rauninni þær tvær kjamaspumingar sem málið snýst um og er önnur
undirrót deilnanna milli Norðmanna og Islendinga um fiskveiðiréttindi í Bar-
entshafi, auk Smugunnar.
Lítum fyrst á fyrri spuminguna, hvort Noregur hafi haft heimild til þess 1977
að lýsa yfir fískvemdarlögsögu eða efnahagslögsögu umhverfis Svalbarða. Þar
þarf að kanna hvort einhver ákvæði séu í Svalbarðasamningnum sjálfum eða í
Hafréttarsáttmálanum sem geri slíka yfirlýsingu ólögmæta. Hér er grundvallar-
regla hafréttarins sú, og hefur lengi verið, að heimild ríkja til þess að taka sér
lögsögu á hafinu utan landhelginnar byggist á því hvort þau fara með ríkisyfir-
1 Statsforfatningen i Norge. Johs. Andenæs. Oslo 1991, bls. 83-84.
116