Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 12
áður notið meðan þær voru einskis manns land.1 Þessu var fram komið með því að tryggja í 2. og 3. gr. samningsins að öll ríki skyldu hafa jafnan rétt til auð- lindanýtingar og með því skilyrði í 8. gr. að allir skattar innheimtir á eyjunum skyldu nýttir þar. Þriðja markmiðið var að tryggja friðsamlega þróun og nýtingu eyjanna í framtíðinni en að því er vikið í formála samningsins. Verður þá næst fyrir að víkja að réttarstöðu Svalbarða og hafsins umhverfis eyjarnar. I meir en hálfa öld hélst hún óbreytt. Landhelgin var fjórar sjómílur og úthafið þar utar. Það er síðan 1977 sem þau þáttaskil verða sem dilk hafa dregið á eftir sér en það ár taka Norðmenn sér einhliða 200 sjómílna fiskvemdarlögsögu umhverfis eyjamar. Atta hundruð og þrjátíu þúsund ferkílómetra hafssvæði og einna gjöf- ulustu fiskimiðin í Barentshafi gjörvöllu em allt í einu komin í forsjá norska konungsins. Þessi skyndilegi land- eða öllu heldur hafvinningur Norðmanna hefði raunar ekki átt að koma mönnum í opna skjöldu. Hann var aðeins hluti af útþenslustefnu Noregs síðustu áratugina. Nægir í því efni að minna á er þeir lögðu undir sig Jan Mayen um 1930 og gerðu tilkall um sama leyti til ríkisyfir- ráða á gjörvöllu Austur-Grænlandi. Því tilkalli slepptu þeir ekki fyrr en þeim var svo skipað af Alþjóðadómstólnum í Haag 1933. Og enn má minna á landa- kröfur þeirra á Suðurskautslandinu sem enn standa. Allt var þetta á sömu bók- ina lært þegar nánar er að gáð. 5. FISKVERNDARSVÆÐI NORÐMANNA Ég mun þessu næst víkja að réttarstöðu hins tiltölulega nýlega fiskvemd- arsvæðis við Svalbarða og þeim rökum sem Norðmenn hafa fært ffarn fyrir þeirri einhliða réttargjörð. Þar liggur beinast við að orða efnið í tveimur spum- ingum: I fyrsta lagi: Höfðu Norðmenn heimild til þess að alþjóðalögum að taka sér slik yfirráð og ef svo er á grundvelli hvaða réttarheimilda? I öðm lagi: Geta Norðmenn farið einir með lögsögu á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða og mismunað þar ríkjum að eigin geðþótta, þrátt fyrir ákvæði Sval- barðasamningsins? Þetta er í rauninni þær tvær kjamaspumingar sem málið snýst um og er önnur undirrót deilnanna milli Norðmanna og Islendinga um fiskveiðiréttindi í Bar- entshafi, auk Smugunnar. Lítum fyrst á fyrri spuminguna, hvort Noregur hafi haft heimild til þess 1977 að lýsa yfir fískvemdarlögsögu eða efnahagslögsögu umhverfis Svalbarða. Þar þarf að kanna hvort einhver ákvæði séu í Svalbarðasamningnum sjálfum eða í Hafréttarsáttmálanum sem geri slíka yfirlýsingu ólögmæta. Hér er grundvallar- regla hafréttarins sú, og hefur lengi verið, að heimild ríkja til þess að taka sér lögsögu á hafinu utan landhelginnar byggist á því hvort þau fara með ríkisyfir- 1 Statsforfatningen i Norge. Johs. Andenæs. Oslo 1991, bls. 83-84. 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.