Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 13
ráð á landi eða ekki. Samkvæmt 1. gr. Svalbarðasamningsins eru Noregi veitt
slrk ríkisyfirráð. Ekkert er að finna í samningnum sem leggur bann við því að
Noregur taki sér rétt á hafínu utan 4 mílna landhelgi Svalbarða.
Sé litið til hins almenna þjóðréttar hafsins, og ákvæða Hafréttarsáttmálans
sérstaklega, eiga eyjar, aðrar en klettadrangar, rétt til landhelgi, efnahagslög-
sögu og landgrunnslögsögu út að 200 mílna markinu. Niðurstaðan hvað þessa
spumingu varðar er því sú að Noregur hefur þjóðréttarlega heimild til að marka
sér lögsögu á hafínu og landgrunninu, ef því væri að skipta, utan landhelgi
Svalbarða. Aðeins eitt ríki, Sovétríkin, mótmæltu 200 sjómílna fiskverndar-
lögsögunni þegar hún var fest í konunglega tilskipun, önnur samningsríki ekki
svo vitað sé. Þessi niðurstaða kann að koma mönnum nokkuð á óvart, en ég
hygg að í ljósi 1. gr. samningsins hljóti menn að telja hana eðlilega og rökrétta.
6. GEGN ALÞJÓÐALÖGUM
Síðari spurningin er hvert sé eðli réttinda Noregs á 200 sjómílna fiskvemdar-
svæðinu. Eru þau hin sömu og þau sem ríki njóta almennt innan efnahags-
lögsögu sinnar eða em þau að einhverju leyti takmarkaðri vegna ákvæða
Svalbarðasamningsins? Þetta er sú spuming sem er í raun kjarni deilunnar um
yfirráð Noregs á svæðinu og svarið sker úr um það hvort framferði Norðmanna
þar er í samræmi við alþjóðalög eða ekki. Telja verður að svo sé ekki og skulu
leidd að því nokkur rök hér á eftir. Rétt er þó fyrst að líta á einstaka þætti
málsins.
Það fyrsta sem vekur athygli, þegar réttarstaðan er könnuð, er það að fisk-
vemdarsvæðið er ekki sett á laggimar með tilvísun í Svalbarðasamninginn og
ákvæði hans í 1. gr. um ríkisyfirráð Noregs þar. I fljótu bragði hefði það þó virst
eðlilegur og rökréttur framgangsmáti og hin þokkalegasta réttarheimild fyrir
útfærslunni, ef svo mætti að orði komast. Hvers vegna var þá ekki sú leið valin.
Norsk stjómvöld eða fræðimenn hafa mér vitanlega aldrei gefið á því neina
skýringu.
Eg er hinsvegar í litlum vafa um að ástæðuna er að finna í jafnræðisákvæði
2. greinar samningsins þar sem fyrir er mælt að allar samningsþjóðirnar skuli
njóta sama réttar til fiskveiða við Svalbarða. Jafnvel þótt þar væri árið 1920
aðeins rætt um fiskveiðar í landhelgi hlýtur Norðmönnum að hafa verið fullljóst
1977, þegar tilskipunin var sett, að ef þeir færðu út lögsöguna við eyjarnar í 200
sjómílur á gmndvelli samningsins þá var óhjákvæmilegt að önnur samningsrfki
nytu góðs af slíkri útfærslu til jafns við þá sjálfa.
Hér varð því að finna aðra lagakróka sem tryggt gætu Norðmönnum einum
yfirráð yfír hafinu utan 4 mílna landhelginnar við Svalbarða. Og lögfræðingum
í utanríkisráðuneytinu norska varð ekki skotaskuld úr því. í desember árið áður,
1976, höfðu verið sett lög um 200 sjómílna efnahagslögsögu út frá ströndum
Noregs. Nú var gripið til þess ráðs að fínna tilskipuninni um fískvemdarsvæðið,
mörg hundmð mílur í norðri, stoð í lögum sem aðeins tóku til svæðisins við
strendur heimalandsins. Og röksemdirnar voru m.a. þær að samkvæmt orðanna
117