Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 17
Og loks hefur verið á það bent að eitt meginmarkmið samningsins, sem fram
kemur í inngangi hans, sér friðsamleg nýting eyjaklasans. Framferði Norð-
manna með stofnun vemdarsvæðisins sem enginn samningsaðila utan einn við-
urkennir og miklum deilum hefur valdið geti varla talist vera í samræmi við
þennan yfirlýsta tilgang samningsins.
9. TVÍSKINNUNGUR í MÁLFLUTNINGI
Þegar litið er á öll þessi atriði sem hér hafa verið rakin hljóta þau að vega nokkuð
þungt sem mótvægi gegn hinni norsku lögskýringu að Svalbarðasamningurinn
gildi aðeins innan landhelginnar og samningsaðilar, svo sem Island, hafí engin
réttindi á vemdarsvæðinu. Þegar betur er að gáð virðist sem Norðmönnum sjálfum
sé ljóst að lögskýringar þeirra em nokkuð hæpnar hvað þessi atriði varðar.
í greinargerð Fleischers segir hann að norsk stjómvöld hafi „fullan rétt til að
taka hagsmuni norskra sjómanna fram yfír hagsmuni annarra á Svalbarða-
svæðinu á sama hátt og innan efnahagslögsögu Noregs“. En síðan heldur
Fleischer áfram eftir að hafa sagt þetta og segir orðrétt:
Norsk stjómvöld hafa samt sem áður ekki beitt fyrir sig þessum skilningi á lögunum
og enn hefur ekki verið tekist á um hana í yfirstandandi deilum Norðmanna og
Islendinga. Þegar ákveðið var að framfylgja lögunum um norsku efnahagslögsöguna
var jafnframt ákveðið að fara hægar í sakimar við Svalbarða. Fyrir því voru tvær
ástæður. ... Sú síðari var óskin um að forðast hugsanlegar deilur við önnur ríki um
hvernig túlka bæri jafnræðisreglu Svalbarðasamningsins. Það er að segja hvort hún
ætti einnig að ná til 200 mflnanna.
Og Fleischer heldur áfram á þessari braut og segir:
Fiskveiðilögsaga þar sem jafnræðis er gætt, eins og áfram mun verða, er einnig í
meginatriðum í samræmi við þá hugsun að jafnræðisreglan í 2. grein Svalbarðasamn-
ingsins skuli útfærð þannig að hún taki til hinnar nýju lögsögu.
Með þessum ummælum viðurkennir Fleischer í raun, en hann er víðsýnn
fræðimaður, að jafnræðisregluna beri að leggja til grundvallar við auðlindanýt-
ingu á svæðinu þegar allt kemur til alls. Og síðan spyr hann:
Yfir hveiju hafa íslendingar að kvarta þegar Norðmenn gæta þess einmitt að mismuna
engum, að hygla ekki eigin sjómönnum heldur aðeins að stjóma veiðunum í samræmi
við strangt vísindalegt mat?
En því miður reynist stuðningur Fleischers við jafnræðisregluna á ákaflega
veikum grunni byggður því nokkru síðar segir hann:
Mismiklir kvótar til einstakra landa era því ein af forsendunum fyrir skynsamlegri
nýtingu og strandríkjum ber í raun skylda til að standa þannig að málum.
121