Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 20
2. ALMENNT UM SÉRSTAKT HÆFI DÓMARA Ein af þeim kröfum, sem gera verður til réttarnTös, er að dómstólar séu sjálf- stæðir. Við dómstörf ber dómara á grundvelli laga og túlkunar þeirra að fara með þau mál, sem hann hefur til úrlausnar. Dómari má ekki vera neinum háður nema réttinum.1 I samræmi við þetta gildir sú grundvallarregla í réttarfari, að dómara ber að víkja sæti, ef hann er í slíkum tengslum við aðila eða sakarefnið, að ástæða er til að draga í efa óhlutdrægni hans. Þær réttarreglur, sem mæla fyrir um, að dómari fari ekki með einstakt mál af greindum ástæðum, eru nefndar sérstakar hœfisreglur til aðgreiningar frá al- mennum hæfisreglum, er lúta að þeim skilyrðum, sem fullnægja verður til að geta fengið dómaraembætti og haldið. Reglur um sérstakt hæfí dómara er að finna í 5. gr. eml. og 6. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Lagaákvæði þessi mæla fyrir um, hvenær dómari máls telst vanhæfur til að fara með mál og ber að víkja sæti. Ef þessi ákvæði eiga ekki við um dómara, telst hann hæfur til að fara með viðkomandi mál og dæma. Vanhæfisreglur réttarfarslaga eru flestar settar fram með þeim hætti, að dómari telst vanhæfur, ef fyrir hendi eru tiltekin atvik eða aðstæður, sem tengja hann við aðila máls eða sakarefnið. Þar sem ómögulegt er að sjá fyrir öll þau atvik eða aðstæður, sem fallnar eru til þess að hafa áhrif á óhlut- drægni dómara, er nauðsynlegt að fyrir hendi sé matskennd hæfisregla. Þá reglu er að finna í g-lið 5. gr. eml. Það lagaákvæði mælir ekki fyrir um, hvaða atvik eða aðstæður valda því, að dómari sé vanhæfur, heldur lýsir einungis því sam- eiginlega einkenni, að þessi atvik eða aðstæður séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Ákvæði eldri laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, varðandi sérstakt hæfi dómara, voru sett fram með sama hætti og reglur gildandi réttar- farslaga. í 1.-6. tl. 36. gr. laganna var mælt fyrir um, að dómara bæri að víkja sæti, ef nánar tilgreind atriði tengdu hann við mál eða aðila þess. Að þessum atriðum slepptum var síðan í 7. tl. ákvæðisins að finna matskennda hæfisreglu án nákvæmrar skilgreiningar. Til grundvallar reglum um sérstakt hæfi dómara liggur það sjónarmið, að síður er liklegt, að vanhæfur dómari komist að efnislega réttri niðurstöðu. Ef dómari er tengdur málsaðila eða því sakarefni, sem hann hefur til úrlausnar, er hætt við að slíkt komi í veg fyrir, að dómari komist að niðurstöðu einvörðungu á grundvelli réttarheimilda, sem við eiga. Dómari gæti til dæmis verið veill fyrir röksemdum þess aðila, sem hann er vilhallur, varðandi málsatvik eða lögskýringu. Þá gæti verið, að dómari mæti allan vafa eða skort á sönnunargögnum þeim aðila í hag. Reglumar um sérstakt hæft dómara em því nauðsynlegar til að tryggja efnislega rétta niðurstöðu og koma í veg fyrir, að ómálefnaleg sjónaimið hafi legið henni til gmndvallar. Þetta sjónarmið hefur verið nefnt öryggissjónanniðið. 1 Garðar Gíslason: Eru lög nauðsynleg?, bls. 144. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.