Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 20
2. ALMENNT UM SÉRSTAKT HÆFI DÓMARA Ein af þeim kröfum, sem gera verður til réttarnTös, er að dómstólar séu sjálf- stæðir. Við dómstörf ber dómara á grundvelli laga og túlkunar þeirra að fara með þau mál, sem hann hefur til úrlausnar. Dómari má ekki vera neinum háður nema réttinum.1 I samræmi við þetta gildir sú grundvallarregla í réttarfari, að dómara ber að víkja sæti, ef hann er í slíkum tengslum við aðila eða sakarefnið, að ástæða er til að draga í efa óhlutdrægni hans. Þær réttarreglur, sem mæla fyrir um, að dómari fari ekki með einstakt mál af greindum ástæðum, eru nefndar sérstakar hœfisreglur til aðgreiningar frá al- mennum hæfisreglum, er lúta að þeim skilyrðum, sem fullnægja verður til að geta fengið dómaraembætti og haldið. Reglur um sérstakt hæfí dómara er að finna í 5. gr. eml. og 6. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Lagaákvæði þessi mæla fyrir um, hvenær dómari máls telst vanhæfur til að fara með mál og ber að víkja sæti. Ef þessi ákvæði eiga ekki við um dómara, telst hann hæfur til að fara með viðkomandi mál og dæma. Vanhæfisreglur réttarfarslaga eru flestar settar fram með þeim hætti, að dómari telst vanhæfur, ef fyrir hendi eru tiltekin atvik eða aðstæður, sem tengja hann við aðila máls eða sakarefnið. Þar sem ómögulegt er að sjá fyrir öll þau atvik eða aðstæður, sem fallnar eru til þess að hafa áhrif á óhlut- drægni dómara, er nauðsynlegt að fyrir hendi sé matskennd hæfisregla. Þá reglu er að finna í g-lið 5. gr. eml. Það lagaákvæði mælir ekki fyrir um, hvaða atvik eða aðstæður valda því, að dómari sé vanhæfur, heldur lýsir einungis því sam- eiginlega einkenni, að þessi atvik eða aðstæður séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Ákvæði eldri laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, varðandi sérstakt hæfi dómara, voru sett fram með sama hætti og reglur gildandi réttar- farslaga. í 1.-6. tl. 36. gr. laganna var mælt fyrir um, að dómara bæri að víkja sæti, ef nánar tilgreind atriði tengdu hann við mál eða aðila þess. Að þessum atriðum slepptum var síðan í 7. tl. ákvæðisins að finna matskennda hæfisreglu án nákvæmrar skilgreiningar. Til grundvallar reglum um sérstakt hæfi dómara liggur það sjónarmið, að síður er liklegt, að vanhæfur dómari komist að efnislega réttri niðurstöðu. Ef dómari er tengdur málsaðila eða því sakarefni, sem hann hefur til úrlausnar, er hætt við að slíkt komi í veg fyrir, að dómari komist að niðurstöðu einvörðungu á grundvelli réttarheimilda, sem við eiga. Dómari gæti til dæmis verið veill fyrir röksemdum þess aðila, sem hann er vilhallur, varðandi málsatvik eða lögskýringu. Þá gæti verið, að dómari mæti allan vafa eða skort á sönnunargögnum þeim aðila í hag. Reglumar um sérstakt hæft dómara em því nauðsynlegar til að tryggja efnislega rétta niðurstöðu og koma í veg fyrir, að ómálefnaleg sjónaimið hafi legið henni til gmndvallar. Þetta sjónarmið hefur verið nefnt öryggissjónanniðið. 1 Garðar Gíslason: Eru lög nauðsynleg?, bls. 144. 124
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.