Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 28
í dómi Hæstaréttar sagði, að þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu var fullgiltur af
íslands hálfu, hefði verið talið, að íslenskar réttarreglur væru í samræmi við hann,
eins og sáttmálinn var þá skýrður. Eftir þetta hefðu mörg ákvæði hans verið nánar
skýrð við meðferð kærumála hjá Mannréttindanefnd- og Mannréttindadómstól
Evrópu. Jafnframt var tekið fram í dóminum, að með fullgildingunni hefði ísland að
þjóðarétti gengist undir að hlíta ákvæðum sáttmálans. Þá var einnig vísað til fyrri
dóms Hæstaréttar, sem hér að framan hefur verið rakinn, þar sem rétturinn komst að
þeirri niðurstöðu að skýra bæri reglur réttarfars um sérstakt hæfi dómara með hliðsjón
af sáttmálanum. Auk þessa var rakinn dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá 24.
maí 1989 í svokölluðu Hauschildt máli, sem reis milli dansks ríkisborgara og danska
ríkisins. Þar var komist að þeini niðurstöðu í hliðstæðu álitaefni, að brotið hefði verið
gegn því skilyrði 1. mgr. 6. gr. sáttmálans, að dómstóll virtist óvilhallur. Með tilliti til
þessa var staðfestur úrskurður héraðsdómara um að hann viki sæti.
Við lögskýringu réttarfarslaga um sérstakt hæfi dómara, ber að hafa hliðsjón
af þeirri meginreglu að túlka ber réttarreglur landsréttar í samræmi við reglur
þjóðaréttar. Af því leiðir að úrlausnir Mannréttindanefndar- og Mannréttinda-
dómstóls Evrópu hafa þýðingu við skýringu reglna um sérstakt hæfi dómara,
svo sem jafnframt verður ráðið af framangreindum dómum. Að öðrum kosti er
hætt við, að íslenska ríkið verði talið hafa brotið gegn þeim skuldbindingum að
þjóðarétti, sem það hefur undirgengist. Hins vegar kemur síður til álita, að úr-
lausnir þessar verði taldar til réttarheimilda landsréttar, enda gæti slíkt varla
samrýmst 2. gr. laga nr. 62/1994.13
HEIMILDARSKRÁ:
Alþingistíðindi
Ármann Snævarr: Almenn Iögfræði. Reykjavík 1989.
Garðar Gíslason: Eru lög nauðsynleg? Reykjavík 1991.
Gaukur Jörundsson: „Um rétt manna samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu til að leggja mál fyrir óháðan og hlutlausan dómstól". Ármannsbók.
Afmælisrit helgað Ármanni Snævarr. Reykjavík 1989.
13 Hér hefur verið fjallað um afmarkaðan þátt stærra viðfangsefnis, sem er gildi þjóðaréttar
að landsrétti. Um það hefur verið nokkuð fjallað meðal íslenskra fræðimanna. Sjá til dæmis
Sigurður Líndal: Inngangur að lögfrœði og Stefán Már Stefánsson: „Um þörf á lögfestingu
þjóðréttarsamninga“. Þetta viðfangsefni fjallar Ragnar Aðalsteinsson einnig um í grein sinni
„Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur landsréttur“, sem rituð var fyrir lögfestingu
Mannréttindasáttmála Evrópu með lögum nr. 62/1994. Þar kemst höfundur að þeirri niður-
stöðu, að ákvæði alþjóðlegra mannréttindasamninga, sem hafa verið fullgiltir, séu hluti lands-
réttar og ósamþýðanleg ákvæði landslaga verði að víkja. Jafnframt að beita beri reglum
Mannréttindasáttmála Evrópu eins og þær hafa verið túlkaðar af Mannréttindanefnd- og
Mannréttindadómstói Evrópu. Þessa niðurstöðu sína byggir höfundur einkum á Hrd. 1990 2.
Jón Steinar Gunnlaugsson dregur þessa niðurstöðu í efa í grein sinni „Kenningar og raun-
veruleiki“.
132