Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 31
ingur um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (ESE-samningurinn1) milli þeirra EFTA-ríkja2 sem voru jafnframt aðilar að EES-samningnum. f 34. gr. síðamefnda samningsins (ESE) er m.a. mælt fyrir um heimild EFTA-dóm- stólsins til að gefa dómstólum í viðkomandi EFTA-ríkjum ráðgefandi álit (enska: advisory opiniorí) varðandi túlkun EES-reglna. EES-samningurinn er afar víðtækur og hefur umtalsverð áhrif á íslenska lög- gjöf. Því má ætla að dómsmál eigi eftir að verða rekin hér á landi þar sem reynir á túlkun EES-reglna. Dómarar, lögmenn og aðilar máls standa þá frammi fyrir þeim valkosti að nýta sér heimild þá sem í samningnum felst til þess að leita álits EFTA-dómstólsins um túlkun á þessum reglum. Ef að líkum lætur á þetta úrræði eftir að hafa nokkra þýðingu. I þessu yfirliti er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir því. Verður í senn reynt að lýsa þeim réttarreglum sem um úrræðið gilda, með það í huga að veita hagnýtar upplýsingar um gang mála af þessu tagi, og vikið að nokkrum lögfræðilegum álitaefnum sem upp kunna að koma við framkvæmd þeirra. 2. ÁKVÆÐI ESE-SAMNINGSINS UM RÁÐGEFANDI ÁLIT í þriðja kafla EES-samningsins er að finna ákvæði um einsleitni, tilhögun eftirlits og lausn deilumála. í 2. mgr. 108. gr. segir að EFTA-ríkin skuli koma á fót dómstóli (EFTA-dómstóli). Um stofnun hans, hlutverk og starfsemi er að finna nánari ákvæði í ESE-samningnum og bókun 5 við hann. Samkvæmt ákvæðum EES-samningsins og ESE-samningsins má segja að hlutverk dóm- stólsins sé að dæma í þessum málum (vísað er til ESE-samningsins):3 a) málum sem höfðuð eru af Eftirlitsstofnun EFTA gegn EFTA-ríki vegna framkvæmdar EES-samningsins og ESE-samningsins, b) málum milli EFTA-ríkja sem varða túlkun og framkvæmd EES-samnings- ins, ESE-samningsins eða samningsins um fastanefnd EFTA (32. gr.), 1 Þessi skammstöfun er notuð í frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. Alþt. A 1991-1992, bls. 5907 o.áfr. 2 Með EFTA-ríkjum í þessari grein er átt við þau ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem einnig em aðilar að EES-samningnum. Upphaflega vom þau Austumki, Finnland, Svíþjóð, ísland og Noregur. Þann 1. janúar 1995 gengu þrjú fyrstnefndu ríkin, þ.e. Austurrfki, Finnland og Svíþjóð, í ESB. Með sérstöku bráðabirgðasamkomulagi sem undirritað var 28. september 1994 gerðu öll ríkin fimm samkomulag um að reka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dóm- stólinn áffam í óbreyttri mynd um tiltekinn tíma eftir inngöngu ríkjanna þriggja í ESB á meðan lokið yrði við þau mál sem þá kynnu að vera rekin fyrir þessum stofnunum. Þá var þaim 29. desember 1994 undirritaður sérstakur samningur milli Noregs og íslands um breytingar á ESE- samningnum um áframhaldandi rekstur eftirlitsstofnunarinnar og dómstólsins í breyttri mynd. í samningnum er gert ráð fyrir að Liechtenstein geti orðið aðili að honum síðar. 3 í 2. mgr. 108. gr. EES-samningsins er verksvið EFTA-dómstólsins skilgreint svo, að það taki til: a) mála um tilhögun eftirlits er varðar EFTA-ríkin, b) áfrýjana á ákvörðunum eftirlitsstofn- unar EFTA á sviði samkeppni og c) lausna deilumála milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja. 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.