Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 31
ingur um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (ESE-samningurinn1) milli
þeirra EFTA-ríkja2 sem voru jafnframt aðilar að EES-samningnum. f 34. gr.
síðamefnda samningsins (ESE) er m.a. mælt fyrir um heimild EFTA-dóm-
stólsins til að gefa dómstólum í viðkomandi EFTA-ríkjum ráðgefandi álit
(enska: advisory opiniorí) varðandi túlkun EES-reglna.
EES-samningurinn er afar víðtækur og hefur umtalsverð áhrif á íslenska lög-
gjöf. Því má ætla að dómsmál eigi eftir að verða rekin hér á landi þar sem reynir
á túlkun EES-reglna. Dómarar, lögmenn og aðilar máls standa þá frammi fyrir
þeim valkosti að nýta sér heimild þá sem í samningnum felst til þess að leita
álits EFTA-dómstólsins um túlkun á þessum reglum. Ef að líkum lætur á þetta
úrræði eftir að hafa nokkra þýðingu. I þessu yfirliti er ætlunin að gera stuttlega
grein fyrir því. Verður í senn reynt að lýsa þeim réttarreglum sem um úrræðið
gilda, með það í huga að veita hagnýtar upplýsingar um gang mála af þessu tagi,
og vikið að nokkrum lögfræðilegum álitaefnum sem upp kunna að koma við
framkvæmd þeirra.
2. ÁKVÆÐI ESE-SAMNINGSINS UM RÁÐGEFANDI ÁLIT
í þriðja kafla EES-samningsins er að finna ákvæði um einsleitni, tilhögun
eftirlits og lausn deilumála. í 2. mgr. 108. gr. segir að EFTA-ríkin skuli koma á
fót dómstóli (EFTA-dómstóli). Um stofnun hans, hlutverk og starfsemi er að
finna nánari ákvæði í ESE-samningnum og bókun 5 við hann. Samkvæmt
ákvæðum EES-samningsins og ESE-samningsins má segja að hlutverk dóm-
stólsins sé að dæma í þessum málum (vísað er til ESE-samningsins):3
a) málum sem höfðuð eru af Eftirlitsstofnun EFTA gegn EFTA-ríki vegna
framkvæmdar EES-samningsins og ESE-samningsins,
b) málum milli EFTA-ríkja sem varða túlkun og framkvæmd EES-samnings-
ins, ESE-samningsins eða samningsins um fastanefnd EFTA (32. gr.),
1 Þessi skammstöfun er notuð í frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. Alþt. A
1991-1992, bls. 5907 o.áfr.
2 Með EFTA-ríkjum í þessari grein er átt við þau ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem
einnig em aðilar að EES-samningnum. Upphaflega vom þau Austumki, Finnland, Svíþjóð,
ísland og Noregur. Þann 1. janúar 1995 gengu þrjú fyrstnefndu ríkin, þ.e. Austurrfki, Finnland
og Svíþjóð, í ESB. Með sérstöku bráðabirgðasamkomulagi sem undirritað var 28. september
1994 gerðu öll ríkin fimm samkomulag um að reka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dóm-
stólinn áffam í óbreyttri mynd um tiltekinn tíma eftir inngöngu ríkjanna þriggja í ESB á meðan
lokið yrði við þau mál sem þá kynnu að vera rekin fyrir þessum stofnunum. Þá var þaim 29.
desember 1994 undirritaður sérstakur samningur milli Noregs og íslands um breytingar á ESE-
samningnum um áframhaldandi rekstur eftirlitsstofnunarinnar og dómstólsins í breyttri mynd. í
samningnum er gert ráð fyrir að Liechtenstein geti orðið aðili að honum síðar.
3 í 2. mgr. 108. gr. EES-samningsins er verksvið EFTA-dómstólsins skilgreint svo, að það taki
til: a) mála um tilhögun eftirlits er varðar EFTA-ríkin, b) áfrýjana á ákvörðunum eftirlitsstofn-
unar EFTA á sviði samkeppni og c) lausna deilumála milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja.
135