Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 33
af EB-dómstólnum þar sem talið var að þessar ráðagerðir væru andstæðar Róm- arsáttmálanum.4 Samkvæmt tilvitnaðri bókun 34 er sett það skilyrði fyrir heimild dómstóla í EFTA-ríkjum til að leita eftir forúrskurði EB-dómstólsins, að viðkomandi rfki hafí tilkynnt um að það hygðist nýta sér bókunina og heimila dómstólum sínum að leita eftir forúrskurðum til EB-dómstólsins. Ríki ber ekki skylda til að nýta sér þessa heimild.5 3. HVAÐ ER RÁÐGEFANDI ÁLIT? Fyrirmynd 34. gr. ESE-samningsins er að fínna í 177. gr. Rómarsáttmálans. í því ákvæði er EB-dómstólnum fengið vald til að kveða upp forúrskurði varðandi túlkun Rómarsáttmálans og ákvæða EB-réttar sem af honum leiða. í 2. mgr. 177. gr. segir að komi álitaefni af þessu tagi upp fyrir dómstóli í aðildar- ríki EB, geti sá dómstóll, ef hann telur að úrskurður um álitaefnið sé nauðsyn- legur áður en dómur er kveðinn upp, óskað úrskurðar EB-dómstólsins um túlkun ákvæðisins. í 3. mgr. segir síðan, að komi slíkt álitaefni upp fyrir dóm- stóli í aðildarríki og úrlausn þess sæti ekki málskoti samkvæmt landslögum, skuli vísa málinu til EB-dómstólsins. Tilgangurinn að baki 177. gr. sáttmálans er að tryggja samræmda beitingu og túlkun EB-réttarins í aðildarríkjum ESB. Mismunandi túlkun og beiting reglnanna í einstökum aðildarríkjum er til þess fallin að vinna gegn þeirri einingu sem að er stefnt með samstarfinu innan ESB. Frá þessu sjónarmiði má segja að framkvæmd ákvæðisins feli í sér eins konar samvinnu milli EB-dómstólsins og dómstóla að- ildarríkjanna. Samvinnu sem miðar að því að markmið þess efnahagslega og við- skiptalega samstarfs, sem Rómarsáttmálinn mælir fyrir um, náist. Forúrskurðir eru mjög mikilvægur þáttur í starfsemi EB-dómstólsins og hefur hann sett fram marg- ar af grundvallarreglum EB-réttarins í slíkum úrskurðum.6 4 Sjá hér álit EB-dómstólsins, Opinion 1/91 ECR [1991] I 6079, einkum mgr. 54-65. 5 í athugasemdum við 107. gr. og bókun 34 í greinargerð með frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið segir, að slík heimild til handa íslenskum dómstólum myndi krefjast laga- heimildar og jafnvel stjómarskrárbreytingar, sbr. Alþt. A 1991-1992, bls. 5895. 6 Um forúrskurði sjá t.d. Stefán Má Stefánsson: Evrópuréttur. Réttarreglur og stofnanir Efnahagsbandalagsins, Reykjavík 1991, bls. 221-238; L. Neville Brown og Francis J. Jacobs: The Court of Justice of the European Communities, London 1989, bls. 169-203; Henry G. Schermers: Judicial Protection in the European Communities. 5. útg. R Deventer- Boston 1992, bls. 390-446; Mark Brealey og Mark Hoskins: Remedies in EC Law. London 1994, bls. 125-152. Af ritum á öðrum norrænum málum en íslensku má t.d. nefna: Claus Gulmann og Karsten Hagel Sorensen: EF-ret. 2. útg. Kaupmannahöfn 1993, bls. 273-300; Sten Pálson og Carl Michael Quitzow: EG-rátten. Ny rdttskalla i Sverige, Stockholm 1993, bls. 114-117. Olof Allgárdh, Johan Jacobsson og Sven Norberg: EG och EG-ratten, Stockholm 1993, bls. 147-152 og Per Christiansen: EF-domstolen og Fellesskapets pros- essrett. Inledning til Domstolens organisasjon, kompetanse og rettergang. Oslo 1994, einkum bls. 407-435. 137

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.