Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 33
af EB-dómstólnum þar sem talið var að þessar ráðagerðir væru andstæðar Róm- arsáttmálanum.4 Samkvæmt tilvitnaðri bókun 34 er sett það skilyrði fyrir heimild dómstóla í EFTA-ríkjum til að leita eftir forúrskurði EB-dómstólsins, að viðkomandi rfki hafí tilkynnt um að það hygðist nýta sér bókunina og heimila dómstólum sínum að leita eftir forúrskurðum til EB-dómstólsins. Ríki ber ekki skylda til að nýta sér þessa heimild.5 3. HVAÐ ER RÁÐGEFANDI ÁLIT? Fyrirmynd 34. gr. ESE-samningsins er að fínna í 177. gr. Rómarsáttmálans. í því ákvæði er EB-dómstólnum fengið vald til að kveða upp forúrskurði varðandi túlkun Rómarsáttmálans og ákvæða EB-réttar sem af honum leiða. í 2. mgr. 177. gr. segir að komi álitaefni af þessu tagi upp fyrir dómstóli í aðildar- ríki EB, geti sá dómstóll, ef hann telur að úrskurður um álitaefnið sé nauðsyn- legur áður en dómur er kveðinn upp, óskað úrskurðar EB-dómstólsins um túlkun ákvæðisins. í 3. mgr. segir síðan, að komi slíkt álitaefni upp fyrir dóm- stóli í aðildarríki og úrlausn þess sæti ekki málskoti samkvæmt landslögum, skuli vísa málinu til EB-dómstólsins. Tilgangurinn að baki 177. gr. sáttmálans er að tryggja samræmda beitingu og túlkun EB-réttarins í aðildarríkjum ESB. Mismunandi túlkun og beiting reglnanna í einstökum aðildarríkjum er til þess fallin að vinna gegn þeirri einingu sem að er stefnt með samstarfinu innan ESB. Frá þessu sjónarmiði má segja að framkvæmd ákvæðisins feli í sér eins konar samvinnu milli EB-dómstólsins og dómstóla að- ildarríkjanna. Samvinnu sem miðar að því að markmið þess efnahagslega og við- skiptalega samstarfs, sem Rómarsáttmálinn mælir fyrir um, náist. Forúrskurðir eru mjög mikilvægur þáttur í starfsemi EB-dómstólsins og hefur hann sett fram marg- ar af grundvallarreglum EB-réttarins í slíkum úrskurðum.6 4 Sjá hér álit EB-dómstólsins, Opinion 1/91 ECR [1991] I 6079, einkum mgr. 54-65. 5 í athugasemdum við 107. gr. og bókun 34 í greinargerð með frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið segir, að slík heimild til handa íslenskum dómstólum myndi krefjast laga- heimildar og jafnvel stjómarskrárbreytingar, sbr. Alþt. A 1991-1992, bls. 5895. 6 Um forúrskurði sjá t.d. Stefán Má Stefánsson: Evrópuréttur. Réttarreglur og stofnanir Efnahagsbandalagsins, Reykjavík 1991, bls. 221-238; L. Neville Brown og Francis J. Jacobs: The Court of Justice of the European Communities, London 1989, bls. 169-203; Henry G. Schermers: Judicial Protection in the European Communities. 5. útg. R Deventer- Boston 1992, bls. 390-446; Mark Brealey og Mark Hoskins: Remedies in EC Law. London 1994, bls. 125-152. Af ritum á öðrum norrænum málum en íslensku má t.d. nefna: Claus Gulmann og Karsten Hagel Sorensen: EF-ret. 2. útg. Kaupmannahöfn 1993, bls. 273-300; Sten Pálson og Carl Michael Quitzow: EG-rátten. Ny rdttskalla i Sverige, Stockholm 1993, bls. 114-117. Olof Allgárdh, Johan Jacobsson og Sven Norberg: EG och EG-ratten, Stockholm 1993, bls. 147-152 og Per Christiansen: EF-domstolen og Fellesskapets pros- essrett. Inledning til Domstolens organisasjon, kompetanse og rettergang. Oslo 1994, einkum bls. 407-435. 137
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.