Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 41
við yfirstjórn tollamála. Þá er einnig lögð áhersla á þann tilgang þessa úrræðis
að stuðla að samvinnu milli EFTA-dómstólsins og dómstóla aðildarrrkja í því
skyni að vinna að samræmdri túlkun samningsins í einstökum ríkjum. Dóm-
urinn ber með sér að EFTA-dómstóllinn er tilbúinn til að ganga nokkuð langt í
að skýra dómstólahugtakið þannig að framangreint markmið náist.
4.2.2 Takmarkanir samkvæmt lögum nr. 21/1994
I 3. mgr. 34. gr. ESE-samningsins er kveðið á um rétt EFTA-ríkis til að tak-
marka heimild til að leita ráðgefandi álits við dómstóla sem kveða upp úrlausn-
ir sem ekki sæta málskoti samkvæmt landslögum. Þetta er eina takmörkunin
sem heimiluð er samkvæmt ESE-samningnum. Aðeins Austurríki nýtti sér
þessa heimild. Þar í landi var rétturinn til að leita ráðgefandi álits samkvæmt 34.
gr. ESE-samningsins takmarkaður við æðri dómstigin.
í lögum nr. 21/1994 eru aftur á móti settar reglur sem ekki eiga sér hliðstæðu
í öðrum EFTA-rikjum. Lögin eru þannig upp byggð að mælt er fyrir um sér-
staka heimild til handa tilteknum dómstólum til að leita álits EFTA-dómstólsins.
Nánar er um að ræða héraðsdómstóla (1. mgr. 1. gr.), Hæstarétt íslands (3. gr.)
og Félagsdóm (2. gr.).17 Þessi takmörkun er af öðru tagi en sú sem gert er ráð
fyrir í 34. gr. ESE-samningsins. Með henni er þegar búið að útiloka Landsdóm
frá slfkri álitsumleitan, og ennfremur aðrar þær stofnanir sem ekki teljast til
dómstóla samkvæmt íslenskum lögum, en gætu eftir sem áður fullnægt þeim
skilyrðum sem EB-dómstóllinn hefur sett í þessu efni við framkvæmd 177. gr.
Rómarsáttmálans um forúrskurði og þeim skilyrðum sem EFTA-dómstóllinn
hefur sett og á eftir að setja í því efni. Virðist því sem lög nr. 21/1994 feli í sér
ríkari takmarkanir á heimildum til að leita álits EFTA-dómstólsins en leiða má
af ákvæðum 34. gr. ESE-samningsins. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér brot á
skuldbindingum íslendinga samkvæmt ESE-samningnum. Nauðsynlegt væri
vegna þessa, að sem fyrst yrðu gerðar breytingar á nefndum lögum til sam-
ræmis við þær skuldbindingar sem í ESE-samningnum felast.
4.3 Ákvörðun um að óska eftir áliti
Aðeins dómurinn sjálfur (nefndin) getur ákveðið að leita álits EFTA-dóm-
stólsins. Aðilar máls geta aldrei beint slíkri beiðni til hans. Dómurinn er heldur
ekki bundinn af kröfum aðila. Oftar en ekki er það þó annar hvor aðila máls sem
á frumkvæði að því að álits er leitað, t.d. með því að setja fram kröfu um það.
Það er því á valdi dómsins að meta hvort málið er þannig vaxið og tengsl þess
við EES-rétt með þeim hætti, að þörf sé á að leita ráðgefandi álits. Af þessu
leiðir einnig, að dómurinn ákveður hvemig þeim spumingum skuli hagað sem
lagðar eru fyrir EFTA-dómstólinn. í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 segir:
17 Sjá nánar almennar athugasemdir í frumvarpi til laga um öflun álits EFTA-dómstólsins um
skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, Alþt. A 1993, bls. 756.
145