Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 44
hafa í huga að EFTA-dómstóllinn lætur ekki í té álit um það hvernig viðkom- andi EES-reglur horfa við staðreyndum málsins eins og þær liggja fyrir. EFTA- dómstóllinn metur m.ö.o. ekki sönnunaratriði í málum af þessu tagi. Af þessu leiðir að setja ber spumingarnar fram sem hreinar lögfrœðilegar spurningar, þ.e. um það hvernig skýra eigi tiltekin lagaákvæði. Jafnframt verður að gæta þess að spurningin sé ekki of almenn. Þetta má orða svo, að aðeins skuli spurt um lagatriði. Nánar ber að spyrja hvort skýra eigi EES-reglu með þeim hætti að nánar tiltekin atvik, atriði eða aðstæður falli innan hennar, eða utan eftir atvikum. Við framkvæmd 177. gr. Rómarsáttmálans er það þekkt að spurningar full- nægi ekki þessum skilyrðum, eða eru af öðmm ástæðum óljósar. Þegar slíkum spumingum hefur verið beint til EB-dómstólsins hefur hann áskilið sér rétt til að hagræða þeim og lagfæra þær og setja fram á þann hátt sem hann telur eðli- legast miðað við atvik máls og með það í huga að viðkomandi dómstóll fái þau svör sem verða megi að sem mestu gagni. Með þessum hætti getur dómstóllinn jafnvel hagað spumingum svo að veitt séu svör varðandi önnur atriði sem ekki er nákvæmlega spurt um í upphaflegu beiðninni (úrskurðinum). Tilgangur þessa er að í álitinu komi fram svör við öllum þeim spumingum varðandi EB- réttinn sem telja má nauðsynleg til úrlausnar málinu.23 Samkvæmt 4. mgr. 96. gr. starfsreglna fyrir EFTA-dómstólinn getur dómstóllinn kallað eftir skýr- ingum frá þeim dómstóli sem beðið hefur um álit telji hann slíkt nauðsynlegt til frekari upplýsingar um þau atriði sem spumingamar lúta að.24 I 96. gr. starfsreglna fyrir EFTA-dómstólinn em fyrirmæli um það hvernig háttað skuli beiðni um ráðgefandi álit. Þar segir í 3. mgr., að beiðni um álit skuli fylgja samantekt um mál það sem hún varðar, þar sem fram komi lýsing á atvikum þess, auk tilvísunar til þeirra ákvæða sem álits er leitað á og tengsla þeirra við landsrétt. Þetta ákvæði er byggt á því að nauðsynlegt sé fyrir EFTA- dómstólinn að hafa nægilegar upplýsingar um öll atvik málsins, kröfur aðila og sjónarmið þau sem þeir byggja kröfur sínar á, til þess að dómstóllinn geti séð í hvaða samhengi þær eru settar fram, bæði í lagalegu tilliti og að því er varðar staðreyndir máls, m.a. í því skyni að umbreyta þeim og endursemja, þannig að hægt verði að veita þau svör sem ætla má að komi að notum við úrlausn málsins. Leggja má sérstaka áherslu á að beiðni um ráðgefandi álit sé vönduð að þessu leyti. Reynslan hefur sýnt að þetta er ekki síður mikilvægt en vönduð og nákvæm framsetning þeirra spurninga sem svara er leitað við. 23 Sjá um þetta t.d. mál nr. 294/82 Einberger v. Hauptzollamt Freiburg [1984] ECR, bls. 1177. 24 Starfsreglumar em m.a. birtar í Official Joumal of the European Communities 27. okt. 1994, L278. 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.